Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2023 11:30 María Elísabet Bragadóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Eva Schram Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. María Elísabet er opin fyrir innblæstri tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún segir um okkur hverju sinni, hún endurspeglar tíðarandann.Ég myndi ekki vilja vera ósnortin af tískunni, það er svo gaman að vera opin fyrir innblæstri. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Síðasta vetur keypti ég síða dúnkápu og hún kom sér vel. Ég fer mikið í bíó og breiddi hana stundum yfir mig eins og dúnsæng. Svo dettur mér í hug aðsniðinn Prada leðurjakki af mömmu minni sem mér þykir vænt um. Ég er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Úlpan er í miklu uppáhaldi hjá Maríu Elísabetu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Kannski ekki miklum tíma en mér finnst gaman að leggja hugsun í það. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Smá kærulaus með fínlegu, feminine ívafi og stundum töffaralegur líka. Ég kaupi oft vintage og fer reglulega með það sem þarf að laga til skraddarans. Svo er ég hrifin af fallegum skartgripum, sérstaklega hringum. María segir stíl sinn smá kærulausan með fínu og kvenlegu ívafi.Instagram @mariaebragadottir Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, hann hefur breyst í gegnum tíðina bara eins og ég sjálf þótt það sé kannski einhver kjarni. Ég er klofin yfir hugtakinu tímaleysi þegar rætt er um stíl því við erum verur í tímanum og ekkert listaverk er tímalaust að mínu mati. Þá á ég ekki við að það úreldist heldur að það sé í samtali við umhverfið og tímabilið sem það sprettur upp úr, sem er svo skemmtilegt. Þannig breytingar eru spennandi. En það sem er vandað stenst tímans tönn, þess vegna nota ég flíkur oft árum saman og reyni að velja mér föt með það í huga. Vandaðar flíkur standast tímans tönn að sögn Maríu Elísabetar sem er að sama skapi klofin yfir hugtakinu tímaleysi.Eva Schram Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég verð auðveldlega fyrir áhrifum úr öllum áttum sem ég held að sé ekki slæmt, því ég er líka með ákveðinn smekk og yfirleitt óhrædd við að treysta honum. María Elísabet leggur upp úr því að verða ekki kalt.Instagram @mariaebragadottir Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Engin þegar kemur að útlitinu. En í mínum bókum er bannað að vera í of litlum skóm, það er mikilvægt að geta veifað tánum og svo klæði ég mig alltaf vel, mér má ekki verða kalt og ég vil heldur ekki að öðrum verði kalt. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Erfitt að velja eina. Handlitaður kjóll frá Paloma Wool sem ég notaði í útgáfuhófi fyrir bókina mína í fyrra. Dettur líka í hug flísfóðruð húfa sem ég átti þegar ég var lítil, hún var ekki tískuyfirlysing en ég var alltaf með hana. Bekkjarbróðir minn henti henni í klósettið en ég veiddi hana upp úr. Ekkert gat stöðvað þessa húfu. Kjóllinn frá Paloma Wool sem María Elísabet klæddist í útgáfuhófi bókarinnar sinnar í fyrra.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Gæði umfram magn. Og finna sér klæðskera ef þú saumar ekki sjálf/t/ur. Það munar öllu að geta farið með falleg föt i viðgerð. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. María Elísabet er opin fyrir innblæstri tískunnar.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún segir um okkur hverju sinni, hún endurspeglar tíðarandann.Ég myndi ekki vilja vera ósnortin af tískunni, það er svo gaman að vera opin fyrir innblæstri. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Síðasta vetur keypti ég síða dúnkápu og hún kom sér vel. Ég fer mikið í bíó og breiddi hana stundum yfir mig eins og dúnsæng. Svo dettur mér í hug aðsniðinn Prada leðurjakki af mömmu minni sem mér þykir vænt um. Ég er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Úlpan er í miklu uppáhaldi hjá Maríu Elísabetu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Kannski ekki miklum tíma en mér finnst gaman að leggja hugsun í það. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Smá kærulaus með fínlegu, feminine ívafi og stundum töffaralegur líka. Ég kaupi oft vintage og fer reglulega með það sem þarf að laga til skraddarans. Svo er ég hrifin af fallegum skartgripum, sérstaklega hringum. María segir stíl sinn smá kærulausan með fínu og kvenlegu ívafi.Instagram @mariaebragadottir Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, hann hefur breyst í gegnum tíðina bara eins og ég sjálf þótt það sé kannski einhver kjarni. Ég er klofin yfir hugtakinu tímaleysi þegar rætt er um stíl því við erum verur í tímanum og ekkert listaverk er tímalaust að mínu mati. Þá á ég ekki við að það úreldist heldur að það sé í samtali við umhverfið og tímabilið sem það sprettur upp úr, sem er svo skemmtilegt. Þannig breytingar eru spennandi. En það sem er vandað stenst tímans tönn, þess vegna nota ég flíkur oft árum saman og reyni að velja mér föt með það í huga. Vandaðar flíkur standast tímans tönn að sögn Maríu Elísabetar sem er að sama skapi klofin yfir hugtakinu tímaleysi.Eva Schram Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég verð auðveldlega fyrir áhrifum úr öllum áttum sem ég held að sé ekki slæmt, því ég er líka með ákveðinn smekk og yfirleitt óhrædd við að treysta honum. María Elísabet leggur upp úr því að verða ekki kalt.Instagram @mariaebragadottir Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Engin þegar kemur að útlitinu. En í mínum bókum er bannað að vera í of litlum skóm, það er mikilvægt að geta veifað tánum og svo klæði ég mig alltaf vel, mér má ekki verða kalt og ég vil heldur ekki að öðrum verði kalt. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Erfitt að velja eina. Handlitaður kjóll frá Paloma Wool sem ég notaði í útgáfuhófi fyrir bókina mína í fyrra. Dettur líka í hug flísfóðruð húfa sem ég átti þegar ég var lítil, hún var ekki tískuyfirlysing en ég var alltaf með hana. Bekkjarbróðir minn henti henni í klósettið en ég veiddi hana upp úr. Ekkert gat stöðvað þessa húfu. Kjóllinn frá Paloma Wool sem María Elísabet klæddist í útgáfuhófi bókarinnar sinnar í fyrra.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Gæði umfram magn. Og finna sér klæðskera ef þú saumar ekki sjálf/t/ur. Það munar öllu að geta farið með falleg föt i viðgerð.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira