„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. „Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
„Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira