Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. september 2023 19:34 Vinkonuhópurinn samanstendur af Valgerði Proppé 94 ára, Hrafnhildi Einarsdóttur 97 ára, Guðrúnu Andrésdóttur 90 ára og Selmu Hannesdóttur 90 ára. sigurjón ólason Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára. Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Vinkonurnar fjórar mættu á völlinn í roki og kulda í morgun til að spila níu holur, líkt og þær gera nánast alla daga. Þær byrjuðu flestar seint að spila íþróttina, eða á áttræðisaldri. „Ég byrjaði 75 ára. Ég átti afmæli um sumarið og byrjaði aðeins að spila um vorið og fékk golfsett í afmælisgjöf,“ segir Valgerður Proppé, 94 ára. Og þá var ekki aftur snúið. „Já maður getur ekki hætt,“ segir Selma Hannesdóttir, 90 ára. Golf, bridge og jóga „Og svo á veturna erum við saman í bridge og jóga. Það er alltaf eitthvað að gera,“ bætir hin 97 ára Hrafnhildur Einarsdóttir við. „Svo ákváðum við að nota þennan stutta tíma sem við eigum eftir, því enginn veit hvað maður verður gamall og þá fórum við að vera duglegar að fara í golfferðir til útlanda,“ segir Valgerður. Hreyfingin mikilvæg Vinkonurnar eru einmitt að fara í tíu daga golfferð til Spánar í lok mánaðar. Þær segja útiveru, hreyfingu og félagsskapinn það skemmtilegasta við golfið. „Þetta er bara yndislegt. Fá hreyfingu, við höfum alltaf hreyft okkur og það er nauðsynlegt,“ segir Valgerður. „Svo þegar við erum búnar að spila þá setjumst við út á pallinn og fáum okkur kaffi og kannski eitthvað með því ef það liggur vel á okkur,“ bætir Hrafnhildur við. Hrafnhildur og Selma horfa á eftir kúlunni.skjáskot/stöð 2 Dekurgolfari Eruð þið góðar á vellinum? „Nei, þetta fer alltaf versnandi. Þegar maður byrjar svona seint þá getur maður aldrei orðið góður. Þetta er meira fyrir ánægjuna,“ segir Valgerður. „Ég segi núna að ég sé dekurgolfari. Ég bara geri það sem mér sýnist,“ segir Hrafnhildur. En hvað segir fjölskyldan um þessa golfdellu? „Við erum einar. Við erum allar ekkjur, en börnin eru bara mjög glöð. Þau monta sig af því að mamma sem er orðin svona gömul sé að spila golf,“ segja Valgerður og Hrafnhildur. Aldrei of seint að prófa Yfirleitt fara þær fjórar á völlinn en annað slagið koma börn, barnabörn og jafnvel langömmubörn með. „Yngsti sonur minn spilar golf. Hann er 68 ára,“ segir Hrafnhildur. Þá hvetja þær alla, en sérstaklega fólk á þeirra aldri til að prufa hafi það heilsu til. „Endilega, bara endilega. Aldrei of seint,“ segir Guðrún Andrésdóttir, 90 ára.
Golf Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira