„Man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2023 20:01 Martin verður frá næstu 8-10 vikurnar eftir aðgerð sem hann fór í morgun. Mike Kireev/NurPhoto via Getty Images Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson gekkst í dag undir aðgerð á hné. Sama hné og hann sleit krossband í fyrir ekki svo löngu. Ákveðið bakslag kom upp en hann vonast til að verða ekki lengi frá. Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin. Spænski körfuboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Martin, sem er leikmaður Valencia í ACB deildinni á Spáni, snéri aftur á völlinn í mars á þessu ári eftir að hafa verið frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita. Hann virtist vera kominn á góðan stað í bataferlinu, en fjarlægja þurfti brjósk úr sama hné og hann sleit krossband í á síðasta ári. „Ég fór á fætur sjö í morgun og beint í aðgerð. Svo kom ég heim seinnipartinn. Þetta var svona frekar sérstakur dagur og ég væri alveg til í það að sleppa því að upplifa annan svona dag,“ segir Martin í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Ætlar að flýta sér hægt „Aðgerðin sjálf gekk bara mjög vel. Þetta var aðgerð sem ég hefði átt að fara í undir lok síðasta tímabils. Þetta var búið að angra mig síðasta mánuðinn á síðasta tímabili. Svo fór ég í myndatöku í sumar og þá sást þetta ekki, þetta brjósk sem átti að vera þarna inni í hnénu. Svo byrjuðu æfingarnar hérna og gekk allt vel en síðustu vikuna eða tvær hefur þetta verið að magnast.“ Martin segist mögulega hafa farið of hratt af stað eftir slitin. „Ég fór strax í galið prógram. Tveir til þrír leikir á viku og ferðalög. Fyrir mann sem er alveg heilbrigður og laus við meiðsli er þetta erfitt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta er fyrir mann sem er að koma úr tíu mánaða krossbandaslitum. Þá er þetta svolítið mikið álag og ég fékk að gjalda fyrir það.“ Martin býst við því að vera frá keppni í 8 - 10 vikur. „Auðvitað langar manni að vera kominn inn á völlinn sem fyrst en á sama tíma þá man aldrei neinn hvað gerðist fyrir áramót í þessum íþróttum. Núna er ég mjög rólegur og býst við því að vera kominn til baka í nóvember, kannski desember.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Martin.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum