Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2023 22:22 Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks. Egill Aðalsteinsson Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið í maí í fyrra og núna hyllir undir verklok. Bundið slitlag var í síðustu viku lagt á ríflega tveggja kílómetra kafla vegarins. Enn er þó mikil vinna eftir við að klára alla ellefu kílómetrana. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson „Við stefnum á að það verði hægt að aka hér í gegn í lok október. Og við bara vonum að veðurguðirnir verði góðir við okkur og við náum að fylgja því,“ segir Atli Þór Jóhannsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Borgarverks. Hann tók við starfinu þann 1. september af Óskari Sigvaldasyni, sem selt hefur eignarhlut sinn í fyrirtækinu til meðeigenda síns til margra ára, Kristins Sigvaldasonar. Vegagerðin umdeilda er sennilega undir smásjá margra. Í hinum eiginlega Teigsskógi sést hvernig veglínan liggur ofan við mesta skógarþykknið og hvernig reynt er að hlífa hæsta og gróskumesta hluta skógarins. „Við höfum nú gaman að segja frá því að við höfum fengið hrós frá mörgum stöðum, og sérstaklega frá náttúrufræðingum, hvað frágangur hefur gengið vel hérna og að varðveita skóginn,“ segir Atli Þór. Neðan eyðibýlisins Hallsteinsness liggur veglínan í fjöruborðinu um vogskorna strandlengju með fjölda skerja. Þar má sjá hvernig búið er að þekja vegkanta með náttúrulegum gróðri svæðisins. „Hérna var sérstök áhersla lögð á að ganga frá svokölluðum staðgróðri jafnóðum og verður í rauninni gott fyrir fólk að fylgjast með á næstum árum hvernig vegurinn á eiginlega að hafa dottið af himnum ofan,“ segir verktakinn. Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn í fjöruborðinu.Egill Aðalsteinsson Fegurð Teigsskógarsvæðisins í Þorskafirði hefur verið dásömuð. En verða gerðir áningarstaðir svo vegfarendur geti einnig notið svæðisins? „Nei. Þú verður að eiga það við Vegagerðina. Við gerum bara eins og okkur er sagt.“ -Þannig að Vegagerðin bað ekki um neinn áningarstað? „Ekki samkvæmt hönnuninni, eins og hún er núna. En það má endilega bæta því við, ef það þarf,“ svarar Atli Þór. Frá Hallsteinsnesi er kominn nýr sveitavegur inn Djúpafjörð að bænum Djúpadal. Þessi kafli mun gegna hlutverki Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur.Egill Aðalsteinsson Við Hallsteinsnes má sjá nýjan sveitaveg að bænum Djúpadal, sem annar verktaki, Norðurtak, er að leggja lokahönd á. Sá vegur mun tímabundið þjóna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokaáföngum lýkur; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Borgarverk er þegar búið að leggja hluta fyllingar út í sjó í átt að væntanlegu brúarstæði yfir Djúpafjörð. Vegfylling er komin út í mynni Djúpafjarðar út frá Hallsteinsnesi.Egill Aðalsteinsson Vegagerðin er núna búin að bjóða út næsta áfanga, sem eru fyllingar milli Hallsteinsness og Skálaness á 3,6 kílómetra kafla. Tilboðsfrestur rennur út 10. október næstkomandi en verkinu skal að fullu lokið eftir tvö ár, 30. september 2025. Þá verður brúarsmíðin yfir firðina eftir. Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af framkvæmdum. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið í maí í fyrra og núna hyllir undir verklok. Bundið slitlag var í síðustu viku lagt á ríflega tveggja kílómetra kafla vegarins. Enn er þó mikil vinna eftir við að klára alla ellefu kílómetrana. Veglínan ofan hins eiginlega Teigsskógar.Egill Aðalsteinsson „Við stefnum á að það verði hægt að aka hér í gegn í lok október. Og við bara vonum að veðurguðirnir verði góðir við okkur og við náum að fylgja því,“ segir Atli Þór Jóhannsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Borgarverks. Hann tók við starfinu þann 1. september af Óskari Sigvaldasyni, sem selt hefur eignarhlut sinn í fyrirtækinu til meðeigenda síns til margra ára, Kristins Sigvaldasonar. Vegagerðin umdeilda er sennilega undir smásjá margra. Í hinum eiginlega Teigsskógi sést hvernig veglínan liggur ofan við mesta skógarþykknið og hvernig reynt er að hlífa hæsta og gróskumesta hluta skógarins. „Við höfum nú gaman að segja frá því að við höfum fengið hrós frá mörgum stöðum, og sérstaklega frá náttúrufræðingum, hvað frágangur hefur gengið vel hérna og að varðveita skóginn,“ segir Atli Þór. Neðan eyðibýlisins Hallsteinsness liggur veglínan í fjöruborðinu um vogskorna strandlengju með fjölda skerja. Þar má sjá hvernig búið er að þekja vegkanta með náttúrulegum gróðri svæðisins. „Hérna var sérstök áhersla lögð á að ganga frá svokölluðum staðgróðri jafnóðum og verður í rauninni gott fyrir fólk að fylgjast með á næstum árum hvernig vegurinn á eiginlega að hafa dottið af himnum ofan,“ segir verktakinn. Neðan Hallsteinsness liggur vegurinn í fjöruborðinu.Egill Aðalsteinsson Fegurð Teigsskógarsvæðisins í Þorskafirði hefur verið dásömuð. En verða gerðir áningarstaðir svo vegfarendur geti einnig notið svæðisins? „Nei. Þú verður að eiga það við Vegagerðina. Við gerum bara eins og okkur er sagt.“ -Þannig að Vegagerðin bað ekki um neinn áningarstað? „Ekki samkvæmt hönnuninni, eins og hún er núna. En það má endilega bæta því við, ef það þarf,“ svarar Atli Þór. Frá Hallsteinsnesi er kominn nýr sveitavegur inn Djúpafjörð að bænum Djúpadal. Þessi kafli mun gegna hlutverki Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur.Egill Aðalsteinsson Við Hallsteinsnes má sjá nýjan sveitaveg að bænum Djúpadal, sem annar verktaki, Norðurtak, er að leggja lokahönd á. Sá vegur mun tímabundið þjóna hlutverki Vestfjarðavegar, eða þar til lokaáföngum lýkur; þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Borgarverk er þegar búið að leggja hluta fyllingar út í sjó í átt að væntanlegu brúarstæði yfir Djúpafjörð. Vegfylling er komin út í mynni Djúpafjarðar út frá Hallsteinsnesi.Egill Aðalsteinsson Vegagerðin er núna búin að bjóða út næsta áfanga, sem eru fyllingar milli Hallsteinsness og Skálaness á 3,6 kílómetra kafla. Tilboðsfrestur rennur út 10. október næstkomandi en verkinu skal að fullu lokið eftir tvö ár, 30. september 2025. Þá verður brúarsmíðin yfir firðina eftir.
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23
Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið. 12. september 2023 23:27
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. 18. júlí 2023 23:33
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41