„Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:00 Arnar Gunnlaugsson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann KA 3-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með afrekið. „Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
„Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti