Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir iðar í skinninu að byrja að spila í Þjóðadeildinni. vísir/arnar Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi Sjá meira