Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir iðar í skinninu að byrja að spila í Þjóðadeildinni. vísir/arnar Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Sjá meira