Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir iðar í skinninu að byrja að spila í Þjóðadeildinni. vísir/arnar Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira