Umfjöllun: Ísland 1-0 Wales | En við erum með Glódísi Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2023 21:45 Íslenska liðið fagnar eftir mark Glódísar Perlu Viggósdóttur gegn Wales í kvöld. vísir/Diego Ísland tryggði sér fullkomna byrjun í hinni nýju Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld með 1-0 sigri gegn Wales á Laugardalsvelli. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið með frábærum skalla í fyrri hálfleik. Það munaði ekki miklu á liðunum í kvöld en einn reginmunur er þó sá að eini algjöri heimsklassaleikmaðurinn á vellinum klæddist bláu – Glódís Perla. Auk þess að skora batt hún að vanda vörnina vel saman og sýndi af hverju þýska stórliðið Bayern München hefur gert hana að fyrirliða og samið við hana til næstu þriggja ára. Það er spurning hvort að tölvugúrúarnir hjá EA Sports þurfi ekki að endurskoða þá afstöðu sína að það séu enn tíu miðverðir í heiminum með betri tölur en Glódís, í nýjustu útgáfu vinsælasta fótboltatölvuleiks heimsins. Diljá Ýr Zomers, sem er leikmaður Leuven í Belgíu, stóð sig vel sem vængbakvörður.vísir/Diego Það mun áfram mæða mikið á Glódísi á þriðjudaginn, þegar íslenska liðið sækir Þýskaland heim, og þrátt fyrir kærkominn sigur í kvöld þarf eflaust mun betri frammistöðu liðsins til að fá eitthvað úr þeim leik, gegn Þjóðverjum með sært stolt. Sigurinn gegn Wales var ekki bara kærkomin byrjun í nýrri keppni heldur til að sýna að íslenska liðið geti enn spjarað sig ágætlega þrátt fyrir gríðarleg forföll á síðustu misserum. Ofan á alla þá leikmenn sem hafa annað hvort hætt í landsliðinu, orðið óléttar eða dottið úr hópnum af öðrum sökum þá bættust við meiðsli Sveindísar Jane Jónsdóttur, „hins heimsklassaleikmannsins“ í íslenska hópnum. Hún verður ekki heldur með á þriðjudaginn og það eru skelfilegar fréttir. Hvort sem það var vegna fjarveru Sveindísar eða þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslenska liðinu undanfarið þá voru gestirnir frá Wales meira sannfærandi til að byrja með í kvöld. Boltinn var mikið á vallarhelmingi íslenska liðsins en eftir korters leik komst Sandra María Jessen, í nýrri stöðu sem vængbakvörður, hins vegar í dauðafæri og skömmu síðar skoraði Glódís markið mikilvæga. Markið virtist hafa deyfandi áhrif á leikinn, nú eða þá dómaraskiptin sem urðu þegar ungverskur dómari leiksins meiddist í kálfa um miðjan fyrri hálfleik. Alla vega sköpuðu liðin lítið fram á við og gestirnir gerðu sig ekki líklega til að jafna leikinn fyrir hlé. Í seinni hálfleiknum var Wales meira með boltann en ég efast um að nokkur maður hafi svitnað í stúkunni af ótta við jöfnunarmark. Eina skiptið sem að Wales komst í hættulegt færi var tæpum tíu mínútum fyrir leikslok en að sjálfsögðu komst þá Glódís fyrir skot Ceri Holland og úr varð hornspyrna sem engu skilaði. Guðný Árnadóttir átti frísklega innkomu í seinni hálfleik og kom sér í tvö góð færi.vísir/Diego Þó að ég telji íslenska liðið geta gert betur en í kvöld þá var margt jákvætt við leikinn og sérstaklega frammistaða Glódísar og Telmu Ívarsdóttur í markinu. Telma fékk þarna í fyrsta sinn tækifæri í alvöru mótsleik, með „hætta en samt ekki“ Söndru Sigurðardóttur á bekknum, og greip það. Ísland stendur vel að vígi varðandi miðverði og því gæti reynst klókt að nýta þriggja miðvarða kerfi eins og Þorsteinn Halldórsson gerði í gær, í þessari keppni. Sandra María Jessen og Diljá Ýr Zomers eru ekki vanar að spila sem vængbakverðir en skiluðu því hlutverki vel og samviskusamlega, en það mátti alveg sjá hve Ísland hefur misst sterka miðjumenn út undanfarið og Sveindísar var auðvitað saknað. Á þriðjudaginn verður við allt aðra skepnu að etja, í hefndarhug eftir slæmt HM og tap gegn Dönum í kvöld. Leikurinn við Þýskaland mun hins vegar sýna betur hvort Ísland á erindi í baráttu um efstu tvö sætin í riðlinum eða hvort um einvígi við Wales um 3. sætið, og þar með að forðast beint fall í B-deild, verður að ræða. Verði síðari kosturinn raunin kemur vonandi ekki að sök hve naumur sigurinn var á heimavelli í kvöld. Sandra María Jessen er mætt aftur í íslenska landsliðið og lék í kvöld sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021.vísir/Diego Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta
Ísland tryggði sér fullkomna byrjun í hinni nýju Þjóðadeild kvenna í fótbolta í kvöld með 1-0 sigri gegn Wales á Laugardalsvelli. Glódís Perla Viggósdóttir skoraði sigurmarkið með frábærum skalla í fyrri hálfleik. Það munaði ekki miklu á liðunum í kvöld en einn reginmunur er þó sá að eini algjöri heimsklassaleikmaðurinn á vellinum klæddist bláu – Glódís Perla. Auk þess að skora batt hún að vanda vörnina vel saman og sýndi af hverju þýska stórliðið Bayern München hefur gert hana að fyrirliða og samið við hana til næstu þriggja ára. Það er spurning hvort að tölvugúrúarnir hjá EA Sports þurfi ekki að endurskoða þá afstöðu sína að það séu enn tíu miðverðir í heiminum með betri tölur en Glódís, í nýjustu útgáfu vinsælasta fótboltatölvuleiks heimsins. Diljá Ýr Zomers, sem er leikmaður Leuven í Belgíu, stóð sig vel sem vængbakvörður.vísir/Diego Það mun áfram mæða mikið á Glódísi á þriðjudaginn, þegar íslenska liðið sækir Þýskaland heim, og þrátt fyrir kærkominn sigur í kvöld þarf eflaust mun betri frammistöðu liðsins til að fá eitthvað úr þeim leik, gegn Þjóðverjum með sært stolt. Sigurinn gegn Wales var ekki bara kærkomin byrjun í nýrri keppni heldur til að sýna að íslenska liðið geti enn spjarað sig ágætlega þrátt fyrir gríðarleg forföll á síðustu misserum. Ofan á alla þá leikmenn sem hafa annað hvort hætt í landsliðinu, orðið óléttar eða dottið úr hópnum af öðrum sökum þá bættust við meiðsli Sveindísar Jane Jónsdóttur, „hins heimsklassaleikmannsins“ í íslenska hópnum. Hún verður ekki heldur með á þriðjudaginn og það eru skelfilegar fréttir. Hvort sem það var vegna fjarveru Sveindísar eða þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á íslenska liðinu undanfarið þá voru gestirnir frá Wales meira sannfærandi til að byrja með í kvöld. Boltinn var mikið á vallarhelmingi íslenska liðsins en eftir korters leik komst Sandra María Jessen, í nýrri stöðu sem vængbakvörður, hins vegar í dauðafæri og skömmu síðar skoraði Glódís markið mikilvæga. Markið virtist hafa deyfandi áhrif á leikinn, nú eða þá dómaraskiptin sem urðu þegar ungverskur dómari leiksins meiddist í kálfa um miðjan fyrri hálfleik. Alla vega sköpuðu liðin lítið fram á við og gestirnir gerðu sig ekki líklega til að jafna leikinn fyrir hlé. Í seinni hálfleiknum var Wales meira með boltann en ég efast um að nokkur maður hafi svitnað í stúkunni af ótta við jöfnunarmark. Eina skiptið sem að Wales komst í hættulegt færi var tæpum tíu mínútum fyrir leikslok en að sjálfsögðu komst þá Glódís fyrir skot Ceri Holland og úr varð hornspyrna sem engu skilaði. Guðný Árnadóttir átti frísklega innkomu í seinni hálfleik og kom sér í tvö góð færi.vísir/Diego Þó að ég telji íslenska liðið geta gert betur en í kvöld þá var margt jákvætt við leikinn og sérstaklega frammistaða Glódísar og Telmu Ívarsdóttur í markinu. Telma fékk þarna í fyrsta sinn tækifæri í alvöru mótsleik, með „hætta en samt ekki“ Söndru Sigurðardóttur á bekknum, og greip það. Ísland stendur vel að vígi varðandi miðverði og því gæti reynst klókt að nýta þriggja miðvarða kerfi eins og Þorsteinn Halldórsson gerði í gær, í þessari keppni. Sandra María Jessen og Diljá Ýr Zomers eru ekki vanar að spila sem vængbakverðir en skiluðu því hlutverki vel og samviskusamlega, en það mátti alveg sjá hve Ísland hefur misst sterka miðjumenn út undanfarið og Sveindísar var auðvitað saknað. Á þriðjudaginn verður við allt aðra skepnu að etja, í hefndarhug eftir slæmt HM og tap gegn Dönum í kvöld. Leikurinn við Þýskaland mun hins vegar sýna betur hvort Ísland á erindi í baráttu um efstu tvö sætin í riðlinum eða hvort um einvígi við Wales um 3. sætið, og þar með að forðast beint fall í B-deild, verður að ræða. Verði síðari kosturinn raunin kemur vonandi ekki að sök hve naumur sigurinn var á heimavelli í kvöld. Sandra María Jessen er mætt aftur í íslenska landsliðið og lék í kvöld sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021.vísir/Diego
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti