„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Íris Hauksdóttir skrifar 29. september 2023 14:01 Ingibjörg Friðriksdóttir eða Inki gaf út sitt fyrsta lag á íslensku. Olivia Synnervik Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum. Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira