„Þessi óvissa er algjör martröð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. september 2023 14:21 Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. Sölvi Rúnar Pétursson, æskuvinur Magnúsar heldur nú að mestu leyti utan um samskipti við lögreglu og hefur yfirsýn yfir leitina. Hann segir ekkert nýtt haldbært að frétta. „Lögreglan er komin með bankagögnin og eitthvað af farsímagögnum,“ segir Sölvi. Það er bara verið að vinna í þessu en við fáum kannski ekki að vita allt sem er í gangi á bak við tjöldin. Þau séu með tengilið hjá lögreglunni sem haldi þeim upplýstum um stöðuna, en enn sem komið er sé óvissan algjör. Aðspurður um hvort standi til að fjölskyldumeðlimir fari út til Dómíníska Lýðveldisins segir Sölvi að það sé í skoðun. „ Þetta er erfitt land og erfitt kerfi, ef einhver færi út þyrfti að hafa einhvern local og spænskumælandi með sér. Við höfum ekkert í höndunum. Eins og staðan er núna sitjum við bara við símann.“ Missti af flugi og hvarf í kjölfarið Magnús fór til Dómíníska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Lítið er vitað um tilgang ferðarinnar en þó komst fjölskyldan að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. Hann missti af flugi sem hann átti bókað til Frankfurt þann 10. september, yfirgaf flugvöllinn og síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans. Engin hefur náð sambandi við símann hans og engar hreyfingar verið á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. Greint hefur verið frá því að Magnús hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan óttast að gætu hafa tekið sig upp aftur. Vonin minnkar eftir því sem tíminn líður Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem tíminn líði minnki vonin um góðar fréttir. „Hausinn á manni fer yfir allar mögulegar útkomur. En þessi óvissa er algjör martröð.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að mögulega eigi þau eftir að fá slæmar upplýsingar en þau verði að fá einhver svör til að geta haldið áfram þaðan. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Sölvi Rúnar Pétursson, æskuvinur Magnúsar heldur nú að mestu leyti utan um samskipti við lögreglu og hefur yfirsýn yfir leitina. Hann segir ekkert nýtt haldbært að frétta. „Lögreglan er komin með bankagögnin og eitthvað af farsímagögnum,“ segir Sölvi. Það er bara verið að vinna í þessu en við fáum kannski ekki að vita allt sem er í gangi á bak við tjöldin. Þau séu með tengilið hjá lögreglunni sem haldi þeim upplýstum um stöðuna, en enn sem komið er sé óvissan algjör. Aðspurður um hvort standi til að fjölskyldumeðlimir fari út til Dómíníska Lýðveldisins segir Sölvi að það sé í skoðun. „ Þetta er erfitt land og erfitt kerfi, ef einhver færi út þyrfti að hafa einhvern local og spænskumælandi með sér. Við höfum ekkert í höndunum. Eins og staðan er núna sitjum við bara við símann.“ Missti af flugi og hvarf í kjölfarið Magnús fór til Dómíníska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Lítið er vitað um tilgang ferðarinnar en þó komst fjölskyldan að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. Hann missti af flugi sem hann átti bókað til Frankfurt þann 10. september, yfirgaf flugvöllinn og síðan þá er ekkert vitað um ferðir hans. Engin hefur náð sambandi við símann hans og engar hreyfingar verið á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. Greint hefur verið frá því að Magnús hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum sem fjölskyldan óttast að gætu hafa tekið sig upp aftur. Vonin minnkar eftir því sem tíminn líður Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar segir í samtali við fréttastofu að eftir því sem tíminn líði minnki vonin um góðar fréttir. „Hausinn á manni fer yfir allar mögulegar útkomur. En þessi óvissa er algjör martröð.“ Hún segist gera sér grein fyrir því að mögulega eigi þau eftir að fá slæmar upplýsingar en þau verði að fá einhver svör til að geta haldið áfram þaðan. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14