Segir Glódísi Perlu einn besta leikmann Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. september 2023 23:30 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar gegn Wales. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eina markið í sigurleik Íslands á Wales í Þjóðadeildinni í gær. Elísa Viðarsdóttir segir að Glódís Perla sé einn besti leikmaður Evrópu. Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Ísland komst snemma í forystu á Laugardalsvelli í gær eftir mark frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Íslenska liðinu tókst að halda í þessa forystu það sem eftir lifði leiks og fagnaði að lokum sterkum 1-0 sigri. „Ég held það sé rosalega sterkt að byrja á sigri í Þjóðadeildinni og vonandi byggja ofan á það. Við sjáum mjög sterkan varnarleik í gær, góðar varnarframmistöður en kannski hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann,“ sagði Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í viðtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu. Elísa er fjarri góðu gamni þessa dagana þar sem hún á von á barni. „Kannsi hefðum við getað haldið aðeins betur í boltann og særa þær aðeins meira og hraðar. Því miður þá gekk það ekki alveg nógu vel upp í gær. Vonandi getum við byggt ofan á þessa frábæru varnarframmistöðu sem við sýndum,“ bætti Elísa við. Framundan er leikur gegn Þýskalandi á þriðjudag og býst Elísa við öðruvísi leik þá. „Mig grunar það. Þýskaland er frábært lið og með frábæra leikmenn í hverri einustu stöðu. Við getum horft á það þannig að við sýndum frábra varnarframmistöðu í gær og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að gera gegn Þýskalandi.“ „Á móti þurfum við að geta haldið aðeins í boltann og hvílt á boltanum sóknarlega. Reynt að særa þær þannig. Öðruvísi held ég að þetta gæti orðið svolítið erfitt. „Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum“ Í yfirstandandi landsliðsverkefni er Glódís Perla markahæsti leikmaður Íslands en hún leikur sem miðvörður. „Maður sér það ekki oft að miðverðir séu markahæstu leikmenn liðs en það sýnir held ég bara svolítið úr hverju Glódís Perla er gerð. Hún er búin að stíga hvert skrefið á fætur öðru undanfarin og verið að bæta sig ár frá ári. Hún var að taka við fyrirliðabandinu hjá Bayern og skrifa undir langtímasamning. Hún leiðir þetta landslið eins og herforingi og maður sér hana ekkert stöðvast.“ „Hún vex inn í þetta leiðtogahlutverk eins og henni hafi verið það í blóð borið. Það er ekkert sjálfsagt að gera það, hún hefur algjörlega stigið upp og á svo sannarlega hrós skilið.“ „Fyrir mér er hún einn besti leikmaður í Evrópu í dag. Við erum heppin að hafa leikmann eins og Glódísi Perlu í okkar herbúðum og við eigum að byggja í kringum það. Hún gefur leikmönnum í kringum sig ótrúlega mikið og maður finnur það þegar maður spilar með henni. Maður er alltaf pollrólegur að hafa hana sér við hlið og treystir henni 100%.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal - Elísa Viðarsdóttir um Glódísi Perlu
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira