Færa borgurum Nagorno-Karabakh vistir eftir marga mánaða herkví Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 22:25 Mynd frá innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan þar sem má sjá aserskan lögreglumann færa armenskri konu mat í Khojaly í Nagorno-Karabakh. AP Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh segja að verið sé að innleiða skilmála vopnahlés við Aserbaídsjan. Á sama tíma vinnur Rauði krossinn að því að færa fólki vistir og flytja særða á brott. Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“ Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Aserski herinn hóf leiftursókn á miðvikudag og endurheimti stjórn á fjallahéraðinu. Talið er að 30 hafi látist og 200 særst í átökunum. Í kjölfarið var samið um vopnahlé og síðan þá hafa Karabakh-Armenar átt í viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnar Aserbaídsjan í bænum Shusha. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að armenskir aðskilnaðarsinnar séu byrjaðir að afhenda vopn sín til Asera í samræmi við skilmála vopnahlésins. Þar á meðal eru meira en 800 byssur og sex brynvarin farartæki. Matarskortur eftir margra mánaða herkví Íbúar Nagorno-Karabakh hafa mátt þola mikinn matar- og eldsneytisskort eftir að Aserar héldu svæðinu í margra mánaða herkví. Rauði krossinn sendi bílalest með birgðum á svæðið í fyrsta skipti frá því Aserar endurheimtu svæðið. Rússneskir friðargæsluliðar hafa flutt um fimm þúsund Armena á brott frá Nagorno-Karabakh frá því að Aserar endurheimtu svæðið.EPA Í tilkynningu frá Rauða krossinum kom fram að með bílalestinni hefðu verið flutt 70 tonn af birgðum um Lachin-ganginn, eina veginn sem tengir saman Armeníu og Karabakh. Meðal birgðanna voru hveiti, salt og sólblómaolía. Rauði krossinn segist jafnframt hafa ferjað sautján manns sem særðust í átökunum. Rússar segjast hafa flutt meira en 50 tonn af mat til Karabakh en um tvö þúsund rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Miklar deilur um svæðið Miklar deilur hafa verið um svæði Nagorno-Karabakh frá níunda áratug síðustu aldar. Svæðið lenti innan landamæra Aserbaídsjan við fall Sovétríkjanna árið 1991. Fyrsta Nagorno-Karabakh-stríðið geisaði frá 1988 til 1994 þegar samið var um vopnahlé og Aserar misstu stórt landsvæði. Héraðið er ekki viðurkennt alþjóðlega sem sjálfstætt ríki heldur sem hluti af Aserbaídsjan en af 140 þúsund íbúum landsins eru um 120 þúsund Armenar. Það leiddi af sér stríð sem lauk með vopnahléi 1994 og þá misstu Aserar nokkurt landsvæði. Héraðið er alþjóðlega viðurkennt sem hluti af Aserbaídsjan en þar búa aðallega Armenar, um 120 þúsund, sem margir vilja sjálfstæði. Armenar óttast ofsóknir Eftir að Aserar endurheimtu Nagorno-Karabakh hafa þeir greint frá því að þeir hyggist innlima Karabakh inn í Aserbaídsjan. Ríkisstjórn Aserbaídsjan hefur lofað því að vernda réttindi Armena en segir að þeim sé frjálst að yfirgefa landið kjósi þeir það. Karabakh-Armenar óttast að þeir verði ofsóttir ef þeir verða um kyrrt. Innanríkisráðuneyti Aserbaídsjan sagði á laugardag að helsta markmið þess væri að tryggja öryggi Armenskra íbúa og að þeim yrðu færð tjöld, heitur matur og læknisaðstoð. „Við erum líka að vinna að því að gefa út opinber skjöl fyrir armensku íbúanna, vegabréf og annað slíkt,“ sagði Elshad Hajiyev, fulltrúi ráðuneytisins við Reuters. „Fólk hefur þegar sótt um hjá okkur.“
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Rússland Hernaður Tengdar fréttir Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22