Birnir Snær: Þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:58 Birnir Snær bíður spenntur eftir úrslitum dagsins Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að Víkingar eigi ekki leik fyrr en á morgun geta þeir sófameistarar í dag ef KR-ingar leggja Valsara að velli nú á eftir. Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, segist bara vilja klára þetta en það yrði óneitanlega sætt að lyfta bikarnum í Kópavogi. „Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
„Að verða sófameistari? Ég tek því bara. Mig langar bara að verða Íslandsmeistari, sama hvernig. En það væri sætara held ég á Kópavogsvelli. Það væri bara fullkomið held ég að vinna þetta þar, liggur við betra en að vinna þetta á heimavelli!“ – sagði Birnir hlæjandi í viðtali við Hádegisfréttir Bylgjunnar nú rétt áðan. „En eins og ég segi, mig langar bara að verða Íslandsmeistari sama hvernig og mig langar bara að gera það sem fyrst, ljúka þessu af! Því þetta er ekkert búið.“ Birnir sagði að Víkingar yrðu ekki í neinum vandræðum með að gíra sig upp fyrir leikinn á morgun ef titillinn væri þá þegar kominn í hús. „Ég held að það yrði eiginlega bara þægilegra ef eitthvað er. Þá verður eiginlega engin pressa á okkur, þá er öll pressan á Breiðabliki. Ég held að það verði þægilegra ef KR-ingarnir gera okkur greiða á eftir og klára þetta. Þá yrði mjög þægilegt að fara inn í þennan Kópavogsleik þó það sé alltaf alvöru geðveiki í gangi í þeim leik.“ Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar Fyrir hlutlausa áhorfendur yrði það sennilega skemmtilegast að leikurinn á morgun gæti tryggt Víkingum titilinn og líklegt að Blikar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að bikarinn fari á loft þar. „Ég held að það sé alveg frekar augljóst, þeir nenna því ekki neitt. Ég held að það sé best fyrir áhorfandann að þetta verði alvöru leikur þar sem við getum orðið Íslandsmeistarar.“ Birnir var ekki viss um að Blikar myndu standa heiðursvörð fyrir leik ef titillinn væri þegar tryggður. „Það er bara undir þeim komið. Við gerðum það í fyrra. Það verður bara gaman að sjá hvað þeir gera. Mér myndi finnast það bara svolítið skemmtilegt ef þeir myndu ekki gera það. Það væri bara pínu gaman en það verður bara að koma í ljós. Hann myndi þó ganga stoltur í gegnum þennan heiðursvörð. „Að sjálfsögðu. Þetta yrði helvíti skemmtilegur heiðursvörður. Ég man eftir því þegar maður var að klappa þarna í fyrra, það var ekkert spes!“ Leikur KR og Vals hefst kl. 14:00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta Deildin og einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi. Leikmenn Víkings ætla að koma saman og horfa á leikinn og mun eflaust verða glatt á hjalla í leikslok ef úrslitin falla þeim í vil.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira