Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. september 2023 15:14 Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga, er til vinstri og Kjartan Ólafsson, einn stofnenda fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax, til hægri. Vísir/Bylgjan/Aðsend Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. „Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43. Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43.
Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21