Ljóst hverjir verða fyrstu fræðimennirnir sem dvelja í Grímshúsi Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2023 12:44 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Vísir/Arnar Aðstandendur Hringborðs norðurslóða hefur tilkynnt hvaða fræðimenn hafa fengið úthlutaða fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði frá haustinu 2023 til sumars 2025. Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar kynnti fyrir rúmu ári verkefnið „Fræðadvöl í Grímshúsi” á Ísafirði og nú hefur sérstök valnefnd ákveðið fyrstu vísindamennina og sérfræðingana sem munu dvelja í húsinu. Alls voru 251 umsækjandi frá um sextíu löndum. „Fræðadvölin er í samvinnu við Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle, Háskólasetur Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og líftæknifyrirtækið Kerecis. Fræðadvölinni er ætlað að skapa erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum, fræðimönnum, rithöfundum og fleirum kost á því að dvelja í 2-6 vikur í Grímshúsi, Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist helming hússins fyrir nokkrum árum og býður æskuheimili sitt, tvær hæðir og ris, sem dvalarstað fræðimanna. Grímshús stendur við Túngötu 3 á Ísafirði þar sem fjölskylda Ólafs Ragnars bjó á sínum tíma. Vísir/Ívar Valnefnd á vegum Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar hefur valið 10 fræðimenn sem munu dvelja í Grímshúsi á tímabilinu haust 2023 til sumars 2025. 2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.” Áformað er að sérhver fræðimaður haldi fyrirlestur eða taki þátt í sérstökum samræðufundum; ýmist á Ísafirði eða við háskólana í Reykjavík eða Akureyri. Listi yfir fræðimenn, verkefni þeirra og frá hvaða löndum þeir eru er birtur með fréttatilkynningunni. Valnefndin er skipuð af Matthildi Maríu Rafnsdóttur, fyrir hönd Hringborðs Norðurslóða, Dr. Peter Weiss fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða og Dr. Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur fyrir hönd Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Umsóknarferlið fyrir seinni hluta 2025 og árið 2026 verður tilkynnt í byrjun næsta árs,“ segir í tilkynningunni. Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá í nóvember á síðasta ári þar sem sagt var frá verkefninu.
2023 Seira Duncan frá Bretlandi. Verkefni: „Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.” Dina Brode-Roger frá Bandaríkjunum og Frakklandi. Verkefni: „Hvernig skilningur á umhverfinu hefur áhrif á áhættumat á Norðurslóðum: Samanburðarrannsóknir á Longyearbyen, Svalbarða og Ísafirði.” 2024 Allison Chandler frá Kanada. Verkefni: „Háskólar sem þróunartæki á Norðurslóðum.” Nishtha Tewari frá Indlandi. Verkefni: „Landafræði ókortlagðra veikinda: Heilsa, heimili og hreyfanleiki í indversku Himalajafjöllunum.” Gabriel N. Gee frá Frakklandi. Verkefni: „Siglingasaga Íslands og Ísafjarðar.” Elisa Debora og Benjamin Hofmann frá Sviss. Verkefni: „Hlutverk vísinda í sjálfbærum stjórnunarháttum: Þverfagleg sjónræn könnun á Vestfjörðum.” Luke Earl Holman frá Bretlandi. Verkefni: Rannsóknarverkefni um áhrif manna á höfin og lífríki sjávar. Styrtk af Evrópusambandinu. 2025 Anna J. Davis frá Bandaríkjunum. Verkefni: „Að vera Norðurslóðaríki? Rannsókn á Íslandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Mikilvægi tæknilegra og vísindalegra framfara fyrir stöðu Norðurslóðaríkja.” Patrick Maher frá Kanada. Verkefni: „Rannsóknir á samskiptum Ísafjarðarbæjar við skemmtiferðaskip - Stjórnun verndarsvæða.”
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Sjá meira
Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri. 28. nóvember 2022 19:36