Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. september 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er gestur í næsta þætti af Einkalífinu. Þátturinn birtist í fyrramálið. Vísir/Vilhelm „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis. Einkalífið Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Hér má sjá stutt brot úr þættinum: Klippa: Fólk eigi ekki að þurfa að vera fast í norminu árið 2023 Í þættinum ræðir Villi Vill, eins og hann er gjarnan kallaður, um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar á meðal ástina. „Hinsvegar, eins og vill verða, þá með tímanum minnkaði sú ást þó hún sé auðvitað ennþá til staðar og mér þyki ótrúlega vænt um þá manneskju. Ég elska hana með öðrum hætti en ég gerði áður en fólk fer í ólíkar áttir, á ekki nógu mikið af sameiginlegum áhugamálum og einhvern veginn fer í sundur. Að mínu mati er jafn mikilvægt að eiga tíma fyrir sjálfan þig þegar þú ert í sambandi og líka að gera hluti saman. Það þarf að vera mjög góður balance á þessu til þess að hlutirnir gangi upp.“ Í dag beinist ást hans fyrst og fremst til barna sinna og guðsonar og segir hann þau skipta sig öllu máli. „Það er auðvitað kannski svolítið óvenjulegt fjölskyldumynstur hjá mér og okkur. Ég og barnsmóðir mín og annar barnsfaðir hennar og barnsmóðir hans eyðum oft miklum tíma saman, bæði á ferðalögum og um jól og stórhátíðir og gerum hluti saman. Þó að við njótum félagsskapar hvers annars þá er það auðvitað allt saman gert í þágu barnanna.“ Villi segir enn fremur mikilvægt að vera meðvitaður um að fjölskyldur þurfi ekki allar að vera eins. „Ég fagna fjölbreytileikanum. Þurfa allir að vera fastir í þessu sama normi? Ég held að það sé ekki þannig árið 2023. Það eiga bara allir að fá að hafa þetta eins og þeir vilja.“ Einkalífið með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni birtist sem áður segir á morgun, fimmtudag, klukkan 07:00 á vef Vísis.
Einkalífið Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira