Umræðu um alvarleg samkeppnisbrot snarlega stýrt í aðrar áttir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. september 2023 14:45 Hanna Katrín Friðriksson stendur fyrir sérstakri umræðu um samkeppniseftirlit á Alþingi í dag. Umræðan kemur í kjölfar nýfallins úrskurðar Samkeppniseftirlitsins í máli skipafélaganna. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er málshefjandi í sérstakri umræðu um samkeppniseftirlit á Alþingi en til andsvara er Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. Umræðan kemur í skugga nýfallins úrskurðar Samkeppniseftirlitsins í máli skipafélaganna en Hanna segir sína umræðu hafa víðari skírskotun en það tiltekna mál. Áður en hún hélt að ræðupúlti Alþingis sló fréttastofa á þráðinn til Hönnu og var hún spurð hverju hún vildi ná fram í umræðum dagsins. „Við vitum það öll að virk samkeppni skilar heimilum betri þjónustu, fjölbreyttari vöru og lægra verði, það er alveg ljóst að stjórnvöld gegna síðan lykilhlutverki í að efla og vernda samkeppni á öllum sviðum. Umræðan hins vegar, þegar Samkeppniseftirlitið okkar fellir úrskurði eins og núna var nýverið – og þetta hefur gerst áður – þá er henni fljótlega stýrt yfir í það að velta því upp hvort Samkeppniseftirlitið hafi farið offari, hvort þetta sé ekki of langt gengið og að þetta sé atvinnulífinu fjötur um fót, frekar en að hagsmunasamtök atvinnulífsins, fjölmiðlar, neytendur og stjórnmálamenn ræði áhrifin á hag heimila og á atvinnulífið í heild, það er að segja þessa kjölfestu sem lítil og meðalstór fyrirtæki eru og yfir í það að það sé nú gott að hafa virkt samkeppniseftirlit,“ útskýrir Hanna Katrín. Hægri pólitík að vilja heilbrigða samkeppni Hanna segir að það sé hægri pólitík að vilja heilbrigða samkeppni og til að tryggja hana skipti virkt eftirlit máli. Hin kveikjan að þessari sérstöku umræðu á þingi er líka sú að Hönnu Katrínu þykir virkt samkeppniseftirlit skipta höfuðmáli sérstaklega við núverandi efnahagsaðstæður þar sem verðbólga eykst og stýrivextir hafa hækkað umtalsvert. „Sífelldar verðlagshækkanir gera okkur öll frekar dofin fyrir því hver eðlileg þróun verðlags er. Við svona aðstæður er nefnilega býsna hætt við því að mýsnar fari á kreik þegar kötturinn er læstur inni, svo ég grípi til myndlíkingar,“ segir Hanna Katrín. Verði að auka skilvirkni Hún segir þá að Samkeppniseftirlitið sé ekki hafið yfir gagnrýni og að skilvirkni sé ábótavant og að málin geti tekið allt of langan tíma. „Það þarf að skoða. Hafa stjórnvöld búið þannig um hnútana að eftirlitið hafi nægilegt svigrúm til að sinna eftirliti með samkeppnisbrotum? Síðan má líka alveg skoða lögin,“ segir Hanna og útskýrir að samrunamál fyrirtækja fái forgang því þau þurfi að leysa innan tiltekins tímaramma. Mál er lúti að rannsókn á ólögmætri markaðsmisnotkun fari aftar í röðina og allt þetta þurfi að rýna vel. „Stóra málið kannski er þetta að það er tilhneiging til þess að umræðunni sé stýrt yfir í annað en það sem er lykilatriði í þessu og það er að virk samkeppni er eitt stærsta hagsmunamál, annars vegar heimila landsins og fyrirtækja hins vegar og við megum ekki láta einhverja aðra nálgun villa okkur sýn.“ Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Alþingi Eimskip Tengdar fréttir Samskip krefja Eimskip um bætur Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 27. september 2023 15:49 Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. 10. september 2023 11:42 Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf. 1. september 2023 15:24 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Umræðan kemur í skugga nýfallins úrskurðar Samkeppniseftirlitsins í máli skipafélaganna en Hanna segir sína umræðu hafa víðari skírskotun en það tiltekna mál. Áður en hún hélt að ræðupúlti Alþingis sló fréttastofa á þráðinn til Hönnu og var hún spurð hverju hún vildi ná fram í umræðum dagsins. „Við vitum það öll að virk samkeppni skilar heimilum betri þjónustu, fjölbreyttari vöru og lægra verði, það er alveg ljóst að stjórnvöld gegna síðan lykilhlutverki í að efla og vernda samkeppni á öllum sviðum. Umræðan hins vegar, þegar Samkeppniseftirlitið okkar fellir úrskurði eins og núna var nýverið – og þetta hefur gerst áður – þá er henni fljótlega stýrt yfir í það að velta því upp hvort Samkeppniseftirlitið hafi farið offari, hvort þetta sé ekki of langt gengið og að þetta sé atvinnulífinu fjötur um fót, frekar en að hagsmunasamtök atvinnulífsins, fjölmiðlar, neytendur og stjórnmálamenn ræði áhrifin á hag heimila og á atvinnulífið í heild, það er að segja þessa kjölfestu sem lítil og meðalstór fyrirtæki eru og yfir í það að það sé nú gott að hafa virkt samkeppniseftirlit,“ útskýrir Hanna Katrín. Hægri pólitík að vilja heilbrigða samkeppni Hanna segir að það sé hægri pólitík að vilja heilbrigða samkeppni og til að tryggja hana skipti virkt eftirlit máli. Hin kveikjan að þessari sérstöku umræðu á þingi er líka sú að Hönnu Katrínu þykir virkt samkeppniseftirlit skipta höfuðmáli sérstaklega við núverandi efnahagsaðstæður þar sem verðbólga eykst og stýrivextir hafa hækkað umtalsvert. „Sífelldar verðlagshækkanir gera okkur öll frekar dofin fyrir því hver eðlileg þróun verðlags er. Við svona aðstæður er nefnilega býsna hætt við því að mýsnar fari á kreik þegar kötturinn er læstur inni, svo ég grípi til myndlíkingar,“ segir Hanna Katrín. Verði að auka skilvirkni Hún segir þá að Samkeppniseftirlitið sé ekki hafið yfir gagnrýni og að skilvirkni sé ábótavant og að málin geti tekið allt of langan tíma. „Það þarf að skoða. Hafa stjórnvöld búið þannig um hnútana að eftirlitið hafi nægilegt svigrúm til að sinna eftirliti með samkeppnisbrotum? Síðan má líka alveg skoða lögin,“ segir Hanna og útskýrir að samrunamál fyrirtækja fái forgang því þau þurfi að leysa innan tiltekins tímaramma. Mál er lúti að rannsókn á ólögmætri markaðsmisnotkun fari aftar í röðina og allt þetta þurfi að rýna vel. „Stóra málið kannski er þetta að það er tilhneiging til þess að umræðunni sé stýrt yfir í annað en það sem er lykilatriði í þessu og það er að virk samkeppni er eitt stærsta hagsmunamál, annars vegar heimila landsins og fyrirtækja hins vegar og við megum ekki láta einhverja aðra nálgun villa okkur sýn.“
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Skipaflutningar Alþingi Eimskip Tengdar fréttir Samskip krefja Eimskip um bætur Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 27. september 2023 15:49 Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. 10. september 2023 11:42 Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf. 1. september 2023 15:24 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Samskip krefja Eimskip um bætur Samskip hafa falið Mörkinni lögmannsstofu að sækja bætur á hendur Eimskipi vegna þess sem félagið kallar ólögmætar og saknæmar athafnir félagsins gagnvart Samskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 27. september 2023 15:49
Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. 10. september 2023 11:42
Lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp Ein fyrstu viðbrögð forstjóra Samskipa við húsleit sem Samkeppniseftirlitið gerði árið 2013 voru að hafa samband við framkvæmdastjóra hjá Eimskipum. Samráð fyrirtækjanna sem Samskip sætir metsekt fyrir er sagt hafa gert þeim kleift að hlunnfara viðskiptavini sína. Forstjóri Eimskips lýsti hatri á forstjóra Samskipa en var með honum í vinahóp þar sem þeir spiluðu saman golf. 1. september 2023 15:24
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent