Besta upphitunin: Íslandsmeisturum boðið í spjall Siggeir Ævarsson skrifar 29. september 2023 18:06 Góðir gestir í setti Skjáskot Úrslitin eru ráðin í Bestu deild kvenna þetta árið en þó eru enn tvær umferðir eftir í efri hlutanum. Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir umferð morgundagsins í Bestu upphituninni og fékk til sín góða gesti að vanda. Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Gestirnir að þessu sinni voru tveir leikmenn Íslandsmeistara Vals, þær Bryndís Arna Níelsdóttir markadrottning og Elísa Viðarsdóttir fyrirliði lisins. Þetta er fjórði titill Vals á fimm árum og Helena spurði Elísu hvort Valskonur væru einfaldlega yfirburða lið. Hún gat ekki neitað því en árangurinn hefði þó ekki orðið til á einni nóttu. „Kannski miðað við þessa tölfræði þá getur maður alveg sagt já án þess að vera of hnarrreistur í baki. Við erum bara búnar að leggja ákveðinn grunn á Hlíðarenda. Það tók okkur svolítinn tíma. Ég kem fyrst heim, ásamt Margréti systur og fleiri leikmönnum, aftur á Hlíðarenda fyrir sex sjö árum og það tók okkur alveg tvö þrjú ár að byggja upp þetta sigurlið.“ Ekki á leið heim í Árbæinn Bryndís Arna, sem er lang markahæst í deildinni með 14 mörk meðan að næstu leikmenn á blaði eru með sjö mörk hvor, er alin upp hjá Fylki og að renna út á samning. Helena spurði hvort það kitlaði ekkert að snúa aftur heim en Fylkiskonur verða nýliðar í deildinni að ári. „Ég veit nú ekki með það.“ - sagði Bryndís og hló. „Geggjað að sjá Fylki komast upp. Ég held mikið með þeim og það væri skemmtilegt að spila á móti þeim á næsta ári. En það eru bara allar möguleikar opnir núna. Samingurinn að renna út en ég veit ekki hvað ég ætla að gera í framhaldinu. Langar einhvern tímann út en er bara að fókusa á að klára tímabilið með Val núna.“ Þær ræddu einnig stöðuna í neðri hlutanum, þar sem tímabilið er búið og Selfoss og ÍBV fallin. Elísa er uppalin í Eyjum og þær ræddu stöðuna á kvennaboltanum í Eyjum. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira