Ryder bikarinn: Hovland og Åberg með sögulegan sigur Siggeir Ævarsson skrifar 30. september 2023 10:14 Viktor Hovland og Ludvig Aberg fóru á kostum í morgun Vísir/Getty Yfirburðir Evrópuliðsins halda áfram í Ryder bikarnum en þeir Viktor Hovland og Ludvig Åberg unnu sögulegan sigur í morgun þegar þeir kláruðu sinn leik á ellefu holum. Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hovald og Åberg öttu kappi við Scottie Scheffler og Brooks Koepka þar sem Evrópumennirnir unnu fjórar fyrstu holurnar. Næstu þrjár voru jafnar og spennandi og Bandaríkjamennirnir virtust vera að ná sér á strik en þá tók við glæsilegur kafli hjá Evrópumönnunum sem fóru næstu fjórar holur allar á fugli meðan Scheffler og Koepka voru ýmist á pari eða einu yfir. Leiknum var því lokið eftir aðeins ellefu holur en aldrei í sögu Ryder bikarins hefur viðureign unnist á jafn miklum mun. Scheffler, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, virtist taka tapið mjög nærri sér en hann felldi tár og virtist vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. This is what it means.#RyderCup | #GoUSA pic.twitter.com/LyVC6vaUj0— Ryder Cup USA (@RyderCupUSA) September 30, 2023 Þetta var önnur viðureign dagsins en Evrópuliðið vann fyrstu viðureign dagsins naumlega þar sem úrslitin réðust á 17. holu. Max Homa og Brian Harman færðu Bandaríkjunum fyrsta sigur dagsins í þriðju viðureigninni en Evrópuliðið komst aftur á beinu brautina í lokaviðureign fyrri umferðar dagsins. Jon Rahm var aftur hársbreidd frá því að fara holu í höggi en hann og Tyrrell Hatton lögðu Patrick Cantlay og Xander Schauffele í spennandi einvígi þar sem Evrópumennirnir kláruðu dæmið á 16. og 17 holu eftir sterka frammistöðu frá Bandaríkjunum á seinni hluta vallarins. JON RAHM!!! #TeamEurope pic.twitter.com/Fa0ZUH4hwZ— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 30, 2023 Evrópuliðið leiðir því með 9,5 stig gegn 2,5 stigi Bandaríkjanna eftir fyrri umferð dagsins. Keppni hefst á ný innan stundar þar sem Viktor Hovland og Ludvig Åberg etja kappi við Sam Burns og Collin Morikawa.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira