Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 13:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira