Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 13:35 Þessar kýr á Suðurlandi tengjast fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira