Braut gegn lögregluþjónum en sagði þá ætla að drepa hann Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 06:30 Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur hefði maðurinn mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann. Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldisbrot gagnvart lögregluþjónunum annars vegar með því að grípa um höfuð annars þeirra og þrýsta fingrum sínum í auga hans. Og hins vegar grípa um andlit hins lögregluþjónsins, klípa í kinnina á honum og ýta utan í ísskáp. Í ákæru kemur fram að báðir lögreglumennirnir hafi hlotið einhverja áverka vegna þess. Atvik málsins áttu sér stað í september í fyrra. Þá var lögregla kölluð til vegna mannsins þar sem hann var að reyna að komast inn í íbúð. Þegar lögreglu bar að garði var hann kominn inn í íbúðina og var samkvæmt lögregluskýrslu í annarlegu ástandi, ör og óðamála, og þá segir að hann hafi verið ber að ofan og skólaus. Samkvæmt skýrslunni gekk erfiðlega að ræða við manninn í íbúðinni og hann ekki sagður fylgja fyrirmælum. Annar lögregluþjónninn hafi beðið hann ítrekað um að leggjast á magan, og síðan tilkynnt honum að piparúða yrði beitt myndi hann ekki hlýða. Maðurinn hafi ekki hlýtt og lögregluþjónninn beitt úðanum sem varð til þess að maðurinn lagðist á magann. Lögregla hafi þá ætlað að færa manninn í handjárn, og verið búin að setja aðra hönd hans í þau, þegar hann hafi skyndilega byrjað að streitast á móti og staðið upp. Þá hafi hann framið brotinn sem hann var ákærður fyrir. Líkt og áður segir neitaði maðurinn sök. Þrátt fyrir það kannaðist hann við að hafa lent í átökum við lögregluna. Hann sagðist ekki hafa haft ásetning til að skaða lögreglumennina. Mótspyrna hans hafi stafað af því að hann vildi komast út úr íbúðinni. Jafnframt sagðist hann hafa fundið fyrir sársauka vegna aðgerða lögreglunnar og þá hafi annar lögreglumaðurinn svarað játandi þegar hann sagðist halda að þeir ætluðu sér að drepa hann. Þó að framburður mannsins hafi verið stöðugur að mati dómsins, þá segir að hann hafi mátt gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar gjörðir hans myndu hafa. Hann hefði mátt gera sér ljóst að hann væri að ráðast að lögreglumönnunum og að slys gæti hlotist af háttseminni. Maðurinn, sem á langan sakaferill að baki, rauf reynslulausn sem hann hlaut frá dómi árið 2020. Hann var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða 25 þúsund krónur í sakarkostnað og 540 þúsund í málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira