Páfi virðist leggja blessun sína yfir blessun samkynhneigðra para Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:10 Baráttufólk hefur fagnað afstöðu páfa. AP/Andrew Medichini Frans páfi hefur gefið til kynna að það kunni að vera leiðir til að blessa samkynhneigð pör jafnvel þótt það sé enn afstaða kaþólsku kirkjunnar að aðeins karl og kona geti gengið í heilagt hjónaband. Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris. Hinsegin Páfagarður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Þetta má lesa úr svörum páfa við fyrirspurn íhaldssamra kardinála, þar sem þeir óskuðu eftir því að páfi útskýrði afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar í aðdraganda stórs fundar þar sem málefni samkynhneigðra kaþólikka verða meðal umræðuefna. Það hefur ávallt verið afstaða kirkjunnar að hjónabandið sé heilög stofnun karls og konu en Frans hefur gefið til kynna að hann sé fylgjandi því að hið opinbera greiði fyrir lagalegum réttindum til handa samkynhneigðum pörum. Þá hafa sumir kaþólskir prestar í Evrópu blessað samkynhneigð pör án inngripa frá Vatíkaninu. Áður sagði í reglum kirkjunnar að það væri ekki hægt að blessa samkynhneigð pör þar sem guð gæti ekki lagt blessun sína yfir synd. Í svörum Frans við fyrirspurn kardínálana, sem eru frá því í júlí, virðist hins vegar að finna stefnubreytingu. Frans ítrekar að hjónaband sé sáttmáli á milli manns og konu en hann segir „prestlega gjafmildi“ (e. pastoral charity) krefjast þolinmæði og skilnings og að prestar ættu ekki að setja sig í hlutverk dómara sem aðeins „neita, hafna og útiloka“. Það sé presta að meta hvort það sé leið til að veita einstaklingum blessun, án þess að ljá sambandinu lögmæti hjónabands, þar sem ósk um blessun sé ósk um aðstoð frá guði; aðstoð við að lifa betur. Frans segir enga þörf á því að formfesta blessanir af þessu tagi, heldur sé um að ræða mat hverju sinni. Meðal kardínálanna sem óskuðu svara frá Frans voru helstu gagnrýnendur hans, meðal annarra Walter Brandmueller frá Þýskalandi og Raymond Burke frá Bandaríkjunum, sem báðir gagnrýndu ákvörðun Frans um að opna á það að fráskildir kaþólikkar sem höfðu gifst aftur gætu gengið til altaris.
Hinsegin Páfagarður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira