Fyrsti atvinnumaður Íslands hefði orðið hundrað ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 14:01 Albert Guðmundsson frá tíma sínum sem leikmaður Arsenal. Getty/S&G/PA Íslenska knattspyrnugoðsögnin Albert Guðmundsson fæddist 5.október 1923 og hefði því haldið upp á hundrað ára afmælið sitt í dag hefði hann lifað. Albert lést árið 1994. Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr. Valur KSÍ Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Valsmenn ætla að minnast goðsagnarinnar með því að hittast í kvöld í Fjósinu á Hlíðarenda. Afkomendur Albert ætla að bjóða til opins húss frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar verður farið yfir feril Alberts og sagðar skemmtilega sögur af honum. Albert varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu þegar hann samdi við franska félagið Nancy árið 1946. Hann hafði knattspyrnuferilinn hér heima með Val en fór síðan út og spilaði bæði með Glasgow Rangers og Arsenal sem áhugamaður. Albert lék tvo deildarleiki með Arsenal í október 1946 en fékk hins vegar ekki atvinnuleyfi í Englandi. Albert spilaði fyrsta A-landsleik Íslands á móti Danmörku í júlí 1946 og hann skoraði fyrstu mörk íslenska landsliðsins í 2-4 tapi á móti Noregi á Melavellinum í júlí 1947. Hann hafði þá fært sig yfir til Frakklands og samið við Nancy. Stærsta skrefið á ferlinum tók hann þó tveimur árum síðar þegar hann samdi við AC Milan á Ítalíu. Albert lék eitt tímabil með AC Milan, 1948-49, og skoraði þá tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann meiddist illa á hné á Ítalíu og spilaði ekki meira með AC Milan liðinu. Hann fór þaðan til Frakklands aftur þar sem hann átti góðan tíma með RC Paris. Albert lék síðustu leiki sína sem atvinnumaður með Nice en endaði síðan feril sinn heima á Íslandi. Albert spilaði lokaleikina sem spilandi þjálfari ÍBH í Hafnarfirði, lið sem hann fór með upp í efstu deild en Hafnarfjarðarliðið spilaði meðal þeirra sex bestu á landinu sumrin 1957 og 1958. Albert varð formaður formaður Knattspyrnusambands Íslands frá 1968 til 1973. Hann var kosinn í borgarstjórn Reykjavíkur 1970 og var borgarfulltrúi allt til 1986. Árið 1974 var hann kosinn til Alþingis. Albert varð fjármálaráðherra 1983 og 1985 fór hann yfir í iðnaðarráðuneytið og var þar ráðherra til 1987. Árið 1987 gekk hann úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Borgaraflokkinn þar sem hann var formaður til 1989, en var þá skipaður sendiherra Íslands í Frakklandi og gegndi því embætti til 1993. Áður hafði hann verið ræðismaður Frakklands á Íslandi frá 1962. Þann 13. febrúar 2010 var afhjúpuð stytta af Alberti við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal. Styttan er eftir Helga Gíslason. Albert var síðan tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Hann hafði fengið Gullmerki KSÍ árið 1973 og silfurmerki KSÍ sex árum fyrr.
Valur KSÍ Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn