Um er að ræða 189,5 fermetra hæð með sérinngangi. Húsið er byggt árið 1947.

Franskir gluggar og klassísk hönnun
Íbúðin er glæsilega innréttuð þar sem málverk og glæsilegar mublur prýða hvern krók og kima.
Í borðstofunni má sjá Eggið, klassíska danska hönnun frá árinu 1958 eftir Arne Jacobsen í rauðu ullarklæði. Yfir borðstofuborðinu er glæsileg ljósakróna frá ítalska merkinu Flos hannað af Gino Sarfatti árið 1958.
Rennihurð með frönskum gluggum skilja stofurnar tvær að sem gefur rýminu einstakan sjarma.
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, nýlega innréttað baðherbergi, í eldhúsi er sérsmíðuð viðarinnrétting, gráir neðri skápar með grárri steinborðsplötu.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.










