Allir fótboltastrákar á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 22:31 Strákarnir í Utah skólanum voru mjög sáttir með daginn. @utahfootball Skólaliðin í ameríska fótboltanum eru risastór auglýsing fyrir skólana enda háskólafótboltinn gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum. Leikmenn hafa í gegnum tíðina ekki fengið neitt þótt skólarnir hafi grætt mikið á liðum sínum. Nú er að verða breyting á því. Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Bílar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Fótboltalið Utah skólans, Utah Utes football, hefur staðið sig vel á tímabilinu til þessa en liðið vann fjóra fyrstu leiki sína. Fyrsta tapið leit reyndar dagsins ljós um síðustu helgi en það breytti ekki því að skólinn færði leikmönnum sínum „gjöf“ í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball) Þetta var reyndar engin venjuleg gjöf. Allir leikmenn liðsins á skólastyrk fengu pallbíl frá skólanum. Þeir fá reyndar ekki að eiga bílinn heldur greiðir skólinn fyrir leigusamning á þeim og tryggingar honum tengdum. Strákarnir mega nota bílinn eins og sinn eigin á meðan þeir eru á skólastyrk hjá Utah skólanum. Leikmenn á skólastyrk fá þegar allt upp í hendurnar sem tengist skólanum eins og mat, skólagögn og íþróttavörur. Nú ákvað skólinn líka að passa upp á það að leikmennirnir ættu ekki í neinum vandræðum með að skila sér á æfingar liðsins. Pallbíllinn sem strákarnir fengu var Dodge Ram 1500. Það var skemmtileg stund þegar þjálfari liðsins sagði strákunum að þeir væru að fá bílinn og minnti helst á þátt með Oprah Winfrey. Hér fyrir neðan má sjá hvernig strákarnir brugðust við. View this post on Instagram A post shared by Utah Football (@utahfootball)
Bílar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira