Tíu Tottenham-menn tylltu sér á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2023 13:28 Micky van de Ven skoraði markið sem tryggði Tottenham sigurinn. Henry Browne/Getty Images Þrátt fyrir að hafa þurft að leika allan seinni hálfleikinn manni færri tókst Tottenham að vinna 0-1 sigur gegn nýliðum Luton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Tottenham hefur byrjað tímabilið virkilega vel og er eitt af tveimur liðum í deildinni sem enn hefur ekki tapað leik. Gestirnir í Tottenham byrjuðu af miklum krafti og fengu hvert færið á fætur öðru í upphafi leiks, en inn vildi boltinn ekki og heimamenn gátu andað léttar. Eftir fyrstu tíu mínúturnar róaðist leikurinn nokkuð. Gestirnir voru mun meira með boltann, en hvorugu liðinu tókst að skapa sér alemennileg marktækifæri. Gestirnir urðu svo fyrir áfalli í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Yves Bissouma fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum er að lét sig falla rétt fyrir utan vítateig. Afar klaufalegt að næla sér í gult spjald fyrir leikaraskap og þá sérstaklega vegna þess að það þýddi að Bissouma var sendur snemma í sturtu með rautt spjald. Heimamenn í Luton mættu því grimmir til leiks í síðari hálfleik og áttu líklega að skora þegar Elijah Adebayo fékk algjört dauðafæri einn á móti marki á fyrstu mínútunum, en einhvernveginn tókst honum að moka boltanum framhjá markinu. Það var svo á 52. mínútu að loksins dró til tíðinda þegar gestirnir í Tottenham fengu hornspyrnu. Spyrnan var tekin stutt, James Maddison gerði vel í að snúa sér inni í teig og renndi boltanum svo út á Micky van de Ven sem renndi boltanum í netið. Ekki frekar en á fyrstu mínútum seinni hálfleiks tóks heimamönnum að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð því 0-1 sigur Tottenham sem tyllir sér í það minnsta tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham er nú með 20 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Manchester City í öðru sæti sem mætir Arsenal á morgun. Luton situr hins vegar í 17. sæti með fjögur stig. Fótbolti Enski boltinn
Þrátt fyrir að hafa þurft að leika allan seinni hálfleikinn manni færri tókst Tottenham að vinna 0-1 sigur gegn nýliðum Luton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Tottenham hefur byrjað tímabilið virkilega vel og er eitt af tveimur liðum í deildinni sem enn hefur ekki tapað leik. Gestirnir í Tottenham byrjuðu af miklum krafti og fengu hvert færið á fætur öðru í upphafi leiks, en inn vildi boltinn ekki og heimamenn gátu andað léttar. Eftir fyrstu tíu mínúturnar róaðist leikurinn nokkuð. Gestirnir voru mun meira með boltann, en hvorugu liðinu tókst að skapa sér alemennileg marktækifæri. Gestirnir urðu svo fyrir áfalli í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Yves Bissouma fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum er að lét sig falla rétt fyrir utan vítateig. Afar klaufalegt að næla sér í gult spjald fyrir leikaraskap og þá sérstaklega vegna þess að það þýddi að Bissouma var sendur snemma í sturtu með rautt spjald. Heimamenn í Luton mættu því grimmir til leiks í síðari hálfleik og áttu líklega að skora þegar Elijah Adebayo fékk algjört dauðafæri einn á móti marki á fyrstu mínútunum, en einhvernveginn tókst honum að moka boltanum framhjá markinu. Það var svo á 52. mínútu að loksins dró til tíðinda þegar gestirnir í Tottenham fengu hornspyrnu. Spyrnan var tekin stutt, James Maddison gerði vel í að snúa sér inni í teig og renndi boltanum svo út á Micky van de Ven sem renndi boltanum í netið. Ekki frekar en á fyrstu mínútum seinni hálfleiks tóks heimamönnum að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð því 0-1 sigur Tottenham sem tyllir sér í það minnsta tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Tottenham er nú með 20 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Manchester City í öðru sæti sem mætir Arsenal á morgun. Luton situr hins vegar í 17. sæti með fjögur stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti