Bryndís Arna hefur farið á kostum í liði Vals í sumar en hún er markahæst í deildinni með 15 mörk en hún tók við verðlaunum sínum fyrir leik Vals gegn Breiðablik í kvöld.
Bryndís var efst í kjörinu en á eftir henni voru þær Katie Cousins úr Þrótti , Sandra María Jessen úr Þór/KA og Arna Sif Ásgrímsdóttir úr Val.
Katla Tryggvadóttir var síðan valin efnilegust annað árið í röð en hún tók einnig við verðlaunum sínum í kvöld. Næstar á eftir Kötlu í kjörinu voru þær Fanney Inga Birkisdóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir úr Val og Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni.
