Þurfti að læra allt upp á nýtt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. október 2023 00:06 Svava hlaut mænuskaða fyrir tveimur árum þegar króna úr pálmatré féll á borð hennar og vinkvenna á veitingastað á Tenerife. Hún heimsótti slysstaðinn aftur í ár sem hún segir að hafi verið nauðsynlegt. aðsend Líf Svövu Magnúsdóttur gjörbreyttist eftir slys sem hún varð fyrir í vinkonuferð á Tenerife. Hún hlaut mænuskaða og við tók löng endurhæfing á Grensás. Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210. Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Svava sagði sögu sína í söfnunarþætti fyrir Grensás sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar var safnað fyrir tækjum til endurhæfingar og kom fjöldi listamanna, sérfræðinga og skjólstæðinga fram. Hægt er að styrkja Grensás eða gerast hollvinur deildarinnar hér. Fyrsta skóflustunga að nýrri viðbyggingu við deildinga var tekin í gær. Tók mesta skellinn Slysið umrædda átti sér stað 12. september árið 2021 og var þá greint frá því að þrjár kvennanna hefðu slasast og ein alvarlega, Svava. Sjá einnig: Lentu undir pálmatré á Tenerife Kórónan féll úr töluverðri hæð.aðsend „Við vorum fyrir tveimur árum í vinkonuferð á Tenerife þar sem við sátum á veitingastað, þegar það fellur króna af pálmatréi á borðið okkar þar sem ég tek mesta skellinn,“ segir Svava. „Ég finn strax að ég finn ekki fyrir fótunum. Það brotnuðu níu rifbein og lungun féllu saman vinstra megin. Ég lá í átta daga á sjúkrahúsi úti og er svo flutt heim með sjúkraflugi.“ Svava dvaldi á Landspítala í þrjár vikur.aðsend Eftir þrjár vikur á Landspítala tók við endurhæfing á Grensás. Þurfti að læra á daglegt líf upp á nýtt Svava var spurð út í innri baráttu hennar eftir að hún áttaði sig á gjörbreyttum aðstæðum í lífi hennar. „Við höfum alltaf þetta val. Ég get alveg valið það að fara í djúpan dal eða þakkað fyrir það að vera á lífi. Hafa höfuð og hendur og allt það í lagi. Þannig að mér eru í raun allir vegir færir, fyrir utan það að labba. Annað get ég þokkalega,“ segir Svava. Frá endurhæfingu á Grensás.aðsend Hún segist hafa þurft að læra allt í hennar daglega lífi upp á nýtt. „Maður verður hálfgert fransbrauð. Ég þurfti að læra að sitja, klæða mig og snúa mér í rúminu. Bara það að setjast á rúmstokkinn fyrst var svakalegt átak.“ Hún lýsir því að hafa búið í „heimatilbúinni íbúð“ á Grensás síðasta mánuð hennar á Grensás. „Það var gríðarlega mikilvægt stökk að fá að vera ein en hafa aðgang að öllu því dásamlega fólki sem þar er. Það jók á sjálfstæði mitt að þurfa að passa að hafa allt tilbúið við rúmið fyrir næsta morgun.“ Nauðsynlegt að snúa aftur Svava tók þá ákvörðun að snúa aftur á staðinn á Tenerife þar sem slysið átti sér stað. „Við fórum þangað í lok ágúst. Mér fannst ég bara að verða að fara og fronta þennan stað sem breytti lífi mínu svona mikið. Það var mjög erfitt og ég brynnti fullt af músum, en það var samt einhvern veginn gott-vont. Það var bara nauðsynlegt að klára þetta,“ segir Svava. Svava ber starfsfólki Grensásdeildarinnar söguna vel.aðsend Hún ítrekar mikilvægi þess að byggja stærra húsnæði undir Grensásdeildina. „Það er ekki hægt að láta einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda, að bíða bara langdölvum inni á sjúkrahúsi. Þar sem við dröbbumst niður. Að komast í endurhæfingu á jafn dásamlegan stað og Grensás er, er gríðarlega mikilvægt,“ sagði Svava að lokum. Fyrir þá sem vilja styrkja Grensásdeildina beint er reiknisnúmer deildainnar 0358-13-000749 og kennitala: 670406-1210.
Landspítalinn Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira