„Þetta er búið og sem betur fer unnum við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. október 2023 19:00 Mikel Arteta var eðlilega kampakátur í leikslok. Ryan Pierse/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gat leyft sér að fagna í leikslok er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Machester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. „Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok. „Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“ „City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“ Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins. „Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“ Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar. „Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
„Ég er vo stoltur. Við fengum þetta augnablik með rétta fólkinu og réttu leikmönnunum. Við vissum að við þyrftum að þjást og við gerðum það. Þú þarft að fá stóra frammistöðu í svona leikjum og mikinn stuðning. Mér líður eins og þetta hafi verið stór sigur,“ sagði Arteta í leikslok. „Við byrjuðum á að fá á okkur horn en svo náðum við smá stjórn á leiknum og í seinni hálfleik byrjuðum við virkilega vel. Við mættum vel til leiks og vorum aggressívir. Skiptingarnar sem við gerðum hjálpuðu líka og gæðin sem við fengum að sjá í markinu voru virkilega góð.“ „City bjó til fullt af vandræðum fyrir okkur og við gerðum það líka við þá. Það er ekki auðvelt að koma sér úr þessum vandræðum því þú þarft réttu tímasetninguna, réttu hreyfinguna og réttu augnablikin. Ég er hrifinn af hugrekkinu sem við sýndum. Þú munt alltaf eiga erfiða kafla á móti þessu liði. Þú verður að vera beinskeyttur og hafa stjórn á þér og ganga úr skugga um að þú sæert ekki gripinn á móti þessu liði.“ Hann segir einnig að sigurinn sé aðeins hluti af vegferð liðsins. „Þetta er bara hluti af vegferðinni. Þú lærir af hverju tapi, en strákarnir í liðinu eru svo viljugir og það er virkilega gaman að vinna með þeim. Við verðum að njóta augnabliksins og halda svo áfram.“ Þá vildi Arteta lítið tjá sig um gula spjaldið sem Mateo Kovacic fékk í fyrri hálfleik þar sem margir vildu meina að liturinn á spjaldinu hafi átt að vera annar. „Ég er búinn að sjá þetta aftur, en þetta er búið og sem betur fer unnum við,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Martinelli hetjan á Emirates gegn Englandsmeisturunum Gabriel Martinelli reyndist hetja Arsenal er hann tryggði liðinu dramatískan 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. 8. október 2023 17:24