Ætla að svara fyrir tapið gegn Lúxemborg: „Viljum sýna að þetta var slys“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2023 22:45 Arnór Ingvi Traustason segir að allir í íslenska liðinu vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 á Laugardalsvelli á föstudaginn. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason segir að liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn