Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Víðir Reynisson skrifa 13. október 2023 08:00 Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Víðir Reynisson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun