„Ég get ekki kvartað yfir neinu“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ísak Bergmann Jóhannesson kemur fullur sjálfstrausts inn í verkefni með íslenska landsliðinu eftir að hafa fótað sig vel í þýsku B-deildinni með Fortuna Dusseldorf. „Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira
„Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum þaðarna í Dusseldorf," segir Ísak Bergmann sem í sumar fór á láni til þýska liðsins. „Ég er búinn að koma mér inn í liðið og hef fengið að spila ótrúlega mikið. Lagt slatta upp af mörkum og langar að fara skora fyrsta markið. Það hefur gengið vel hjá liðinu en við misstum leik niður í jafntefli í síðasta leik. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Það hefur gengið mjög vel.“ Ísland á fyrir höndum tvo mikilvæga heimaleiki í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg og Liechtenstein. Það breytir miklu fyrir Ísak Bergmann að vera spila reglulega nú þegar hann kemur til móts við landsliðið. „Já algjörlega. Maður þekkir það sem fótboltamaður hversu mikið meira skemmtilegra það er að koma inn í landsleikina þegar að maður hefur verið að spila mikið. Þá skiptir það einnig miklu máli upp á flæðið hjá manni. Það að spila reglulega með sínu félagsliði eykur líkurnar á því að maður fái að spila með landsliðinu. Ég er mjög ánægður með að vera spila hverja helgi úti með mínu félagi. Vonandi fæ ég traustið hérna með landsliðinu.“ Hann er spenntur fyrir heimaleikjunum tveimur sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu. „Gaman að koma aftur til Íslands og vonandi náum við í sex stig. Þessi riðill hefur verið upp og niður hjá okkur. Höfum reyndar náð fram afar sterkum frammistöðum hér heima á Laugardalsvelli en átt erfiðari kafla í útileikjunum. Við komum bara fullir sjálfstrausts inn í þetta miðað við frammistöður okkar hér heima.“ Stóru fréttirnar varðandi landsliðið þessi dægrin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. „Þetta hefur gríðarlega góð áhrif á hópinn," segir Ísak Bergmann um endurkomu Gylfa Þórs. „Sérstaklega okkur ungu strákana. Að læra af honum. Hann býr yfir miklum gæðum og er líklegast besti landsliðsmaðurinn sem við höfum nokkurn tímann átt.“ Viðtalið við Ísak Bergmann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Ísak Bergmann kemur fullur sjálfstraust inn í landsliðsverkefnið
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira