Kærendur hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með greiðslu Árni Sæberg skrifar 11. október 2023 14:06 Máli Vítalíu og Ara, Hreggviðs og Þórðar Más er endanlega lokið. Vísir Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður rannsókn á meintri fjárkúgun þeirra Vítalíu Lazarevu og Arnars Grant gegn þremur mönnum sem Vítalía hafði kært fyrir meint kynferðisbrot. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að mennirnir hafi átt frumkvæði að því að ljúka málinu með peningagreiðslu. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, í samtali við Vísi. Hún segir ákvörðunina staðfestingu á því sem Vítalía hafi haldið fram frá upphafi, að þeir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson, hafi átt frumkvæði að sáttaumleitan sem hófst í kjölfar sumarbústaðarferðar árið 2021. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi mannanna þriggja í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Kolbrún segir að í kjölfarið hafi lögmaður haft milligöngu um sáttaumleitan milli hlutaðeigandi, að frumkvæði mannanna þriggja. Þær umræður hafi runnið út í sandinn og engin sátt verið gerð. Þá segir hún að Vítalía hafi ekki tekið þátt í umræðum á þeim forsendum að hún myndi ekki kæra mennnina ef samningar næðust. Málinu endanlega lokið Með ákvörðun ríkissaksóknara er rannsókn á hendur þeim Vítalíu og Arnari endanlega lokið. Þá er rannsókn á hendur þeim Ara, Hreggviði og Þórði einnig endanlega lokið, líkt og greint var frá í ágúst. Vítalía hafði kært niðurstöðu héraðssaksóknara, þess efnis að málið væri ekki líklegt til sakfellingar, á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið Í rökstuðningi ríkissaksóknara kom fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið teldi þó að það breytti ekki sönnunarstöðu málsins. Því væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40 Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. 9. júní 2023 13:01
Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. 21. apríl 2023 16:40
Rannsókn á máli Vítalíu gegn þremenningum felld niður Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Vítalía telur gögn vanta í málinu og ætlar að kæra niðurstöðuna til ríkissaksóknara. 21. apríl 2023 16:10