Spilaði örfáum dögum eftir hræðilegt brunaslys: „Harðasti maðurinn í NFL“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2023 11:01 David Njoku er illa útleikinn eftir slysið. Samsett/Twitter/Getty David Njoku, innherji Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur birt mynd af alvarlega brenndu andliti sínu eftir slys sem varð heima hjá honum á dögunum. Hann mætti í leik aðeins örfáum dögum eftir slysið en bar þá grímu sem huldi andlit hans. Slysið varð heima hjá hinum 27 ára gamla Njoku er undirbjó að kveikja upp í eldstæði úti í garði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg brunasár hans eru en hann brann illa á andliti, hálsi og höndum. Ótrúlegt en satt spilaði hann leik Browns við Baltimore Ravens aðeins tveimur dögum síðar, í fjórðu umferð NFL-deildinnar. Degi fyrir leik, eftir að fréttir láku út af meiðslum hans, deildi hann á samfélagsmiðlinum X: „Holdið er veikt. Sé ykkur á morgun.“ Njoku hitar upp fyrir leikinn við Ravens.Getty Njoku bar heljarinnar grímu þegar hann mætti á völlinn í stíl við loðfeld. Hann hafði svo lambhúshettu fyrir vitunum á meðan hann hitaði upp fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Njoku, sem er á sínu sjöunda tímabili með Cleveland, hefur gripið tíu bolta fyrir 92 stikum á þessu tímabili. Kevin Stefanski þjálfari sagði á fyrr í vikunni að Njoku hafi verið mikilvægur póstur hjá liðinu það sem af er tímabili. Stuðningsmenn liðsins hafa þá hrósað Njoku í hástert fyrir skuldbindingu sína við félagið með því að spila svo skömmu eftir slysið. „Harðasti maðurinn í NFL-deildinni,“ sagði einn á X-inu og annar: „Að þú hafir spilað eftir þessa uppákomu gerir þið að algjörri goðsögn.“ Njoku bar þessa grímu þegar hann mætti á völlinn.Getty NFL Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sjá meira
Slysið varð heima hjá hinum 27 ára gamla Njoku er undirbjó að kveikja upp í eldstæði úti í garði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarleg brunasár hans eru en hann brann illa á andliti, hálsi og höndum. Ótrúlegt en satt spilaði hann leik Browns við Baltimore Ravens aðeins tveimur dögum síðar, í fjórðu umferð NFL-deildinnar. Degi fyrir leik, eftir að fréttir láku út af meiðslum hans, deildi hann á samfélagsmiðlinum X: „Holdið er veikt. Sé ykkur á morgun.“ Njoku hitar upp fyrir leikinn við Ravens.Getty Njoku bar heljarinnar grímu þegar hann mætti á völlinn í stíl við loðfeld. Hann hafði svo lambhúshettu fyrir vitunum á meðan hann hitaði upp fyrir leikinn og á meðan á honum stóð. Njoku, sem er á sínu sjöunda tímabili með Cleveland, hefur gripið tíu bolta fyrir 92 stikum á þessu tímabili. Kevin Stefanski þjálfari sagði á fyrr í vikunni að Njoku hafi verið mikilvægur póstur hjá liðinu það sem af er tímabili. Stuðningsmenn liðsins hafa þá hrósað Njoku í hástert fyrir skuldbindingu sína við félagið með því að spila svo skömmu eftir slysið. „Harðasti maðurinn í NFL-deildinni,“ sagði einn á X-inu og annar: „Að þú hafir spilað eftir þessa uppákomu gerir þið að algjörri goðsögn.“ Njoku bar þessa grímu þegar hann mætti á völlinn.Getty
NFL Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sjá meira