Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Árni Sæberg skrifar 12. október 2023 14:01 Margir hafa reynt að smygla fíkniefnum fram hjá tollvöðrum í Leifsstöð það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Í ár hafa mennirnir 96 setið í gæsluvarðhaldi í samtals 2.617 daga, um það bil tíu á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að á síðasta ári hafi lögreglan á Suðurnesjum rannsakað 69 mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutnings á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári séu málin orðin 58. Í þessum málum hafi sakborningar verið handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns um að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hafi verið hald á 65 kíló af kókaíni, fjórtán þúsund töflur af oxycontin, átján hundruð töflur af contalgin, eitt hundrað kíló af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um sextíu milljónir króna í reiðufé hafi verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hafi reynst árangursríkt. Það sé síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Aldrei fleirum vísað frá landi í Keflavík Þá segir að aldrei hafi fleiri farþegum verið vísað frá landinu á Keflavíkurflugvelli við komu þeirra til landsins. Flestir þeirra séu þriðja ríkis borgarar sem komi hingað með flugi frá öðru Schengen-ríki. Nú séu 258 frávísunarmál skráð það sem af er ári. „Tölur sem ekki hafa sést áður.“ Breytt verklag og skipulag löggæslu á flugvellinum hafi eflaust breytt miklu ásamt góðu samstarfi við tollgæslu. Ástæður frávísana geti verið margar en þar fari mest fyrir frávísunum einstaklinga frá landinu vegna tengsla þeirra við brotastarfsemi. Flugfélög veiti ekki upplýsingar Mikilvægt sé að starfsemi lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sé öflug og vel þjálfaður mannskapur sé til staðar auk nauðsynlegs tækjabúnaðar og viðunandi starfsaðstöðu. Samstarf Evrópuríkja á sviði lögreglusamstarfs og landamæraeftirlits, sem byggist á Schengen-samningnum, sé gríðarlega umfangsmikið og krefjand, ekki síst fyrir Ísland svo fjarri meginlandi Evrópu. Íbúar á Schengen-svæðinu séu fleiri en fjögur hundruð milljónir. Þeim sé heimilt að fara yfir innri landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs. Samkvæmt lögum um landamæri sé fyrirtækjum sem annast flutning farþega til og frá landinu skylt að afhenda lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn. Þá sé lögreglu heimilt að safna og skiptast á upplýsingum um farþega og áhöfn við tollyfirvöld í þágu eftirlits og greiningarstarfs eða vegna rannsókna á ætluðum brotum. Flest flugfélög veiti umbeðnar upplýsingar, þar á meðal íslensku flugfélögin. Þó séu flugfélög sem fljúga hingað reglulega sem veita ekki þessar upplýsingar og komast upp með það. Tollayfirvöld geti lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn skyldu til að veita umbeðnar upplýsingar. Lögregla vit ekki til þess að það hafi verið gert. „Brýnt er að koma þessu í lag. Lög bjóða ekki annað,“ segir í lok tilkynningar.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Efnahagsbrot Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira