Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028 Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 17:31 Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði út 2028 á Álfsnesi. Mynd/Reykjavíkurborg Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur. Unnið verður að því að tryggja skotfélögum aðstöðu til að hafa starfsemi sína á Álfsnesi þar til árið 2028. Það var ákveðið á fundi borgarráðs í dag og að hefja breytingu á aðaldeiliskipulagi svo hægt sé að koma því að. Þar var jafnframt ákveðið að stofna starfshóp sem hefur það markmið að finna framtíðarstaðsetningu fyrir skotíþróttir. Starfshópurinn verður stofnaður í samvinnu við sveitarfélögin Ölfus og Voga. Málið fer nú til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að í janúar hafi fyrst verið skipaður starfshópur sem hafi átt að vinna að framtíðarlausn á uppbyggingu og staðsetningu svæðis fyrir skotíþróttir. Starfshópurinn skilaði svo minnisblaði ásamt tillögum og skýrslu til borgarstjóra í lok september. Tillögur hópsins voru tvær og voru þær báðar samþykktar. „Hlutverk hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarstaðsetningu fyrir íþróttamiðstöð skotíþrótta í samræmi við 13. grein íþróttalaga, í samráði við sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu gegnum SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu), íþróttahreyfinguna, skotfélögin og íslenska ríkið,“ segir á vef borgarinnar og að mannvirkið ætti að nýtast öllum íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sautján staðsetninga til skoðunar Hópurinn leitaði til EFLU verkfræðistofu sem vann áfangaskýrslu og kostnaðarmat fyrir mögulegar staðsetningar. Þrátt fyrir að lagt hafi verið upp með að finna staðsetningu utan alfaraleiðar var niðurstaða EFLU sú að það væri ekki endilega best. Á vef borgarinnar segir að í skýrslunni sé að finna tillögur um 17 mögulegar staðsetningar, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins og lagt til að skoða níu þeirra nánar. Það er mat starfshópsins að staðsetning skotíþróttasvæðis utan alfaraleiðar eigi ekki endilega að vera megin viðmið í staðarvali. Svæði utan alfaraleiðar séu kyrrlát og líkleg til að hafa útivistargildi til framtíðar en umhverfisáhrif verði hlutfallslega minnst séu skotvellir staðsettir í grennd við aðra starfsemi eða landnýtingu sem veldur neikvæðum áhrifum, svo sem við hraðbrautir, akstursíþróttasvæði, iðnaðarstarfsemi og flugvelli. Í minnisblaði hópsins kemur jafnframt fram aðalskipulagsbreyting sem tryggi veru skotfélaga á Álfsnesi til skemmri tíma þurfi að fá framgang sem fyrst, enda muni taka nokkurn tíma að klára endanlegt staðarval, undirbúa nýtt svæði, semja við landeigendur, vinna skipulag og umhverfismat og hanna og undirbúa framkvæmdir. Af þeim níu kostum sem lagt er til að skoða frekar eru sex utan Reykjavíkur, þar af tveir utan höfuðborgarsvæðisins. Því þurfi framhaldsvinna við staðarvalsgreiningar helst að fara fram á nýjum vettvangi. Nánar á vef borgarinnar hér. Skotvopn Íþróttir barna Reykjavík Ölfus Vogar Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Gramir byssumenn krefjast þess að skotsvæðið á Álfsnesi opni aftur Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, telur einsýnt að skotfimi- og veiðimenn séu fórnarlömb fordóma sem stjórnmálamenn hafi því miður elt. Hún vísar þar skotsvæðisins á Álfsnesi sem var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 3. maí 2022 10:27 Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. 28. september 2021 19:32 Skotsvæðið Álfsnesi Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. 3. október 2021 20:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Unnið verður að því að tryggja skotfélögum aðstöðu til að hafa starfsemi sína á Álfsnesi þar til árið 2028. Það var ákveðið á fundi borgarráðs í dag og að hefja breytingu á aðaldeiliskipulagi svo hægt sé að koma því að. Þar var jafnframt ákveðið að stofna starfshóp sem hefur það markmið að finna framtíðarstaðsetningu fyrir skotíþróttir. Starfshópurinn verður stofnaður í samvinnu við sveitarfélögin Ölfus og Voga. Málið fer nú til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að í janúar hafi fyrst verið skipaður starfshópur sem hafi átt að vinna að framtíðarlausn á uppbyggingu og staðsetningu svæðis fyrir skotíþróttir. Starfshópurinn skilaði svo minnisblaði ásamt tillögum og skýrslu til borgarstjóra í lok september. Tillögur hópsins voru tvær og voru þær báðar samþykktar. „Hlutverk hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarstaðsetningu fyrir íþróttamiðstöð skotíþrótta í samræmi við 13. grein íþróttalaga, í samráði við sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu gegnum SSH (Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu), íþróttahreyfinguna, skotfélögin og íslenska ríkið,“ segir á vef borgarinnar og að mannvirkið ætti að nýtast öllum íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sautján staðsetninga til skoðunar Hópurinn leitaði til EFLU verkfræðistofu sem vann áfangaskýrslu og kostnaðarmat fyrir mögulegar staðsetningar. Þrátt fyrir að lagt hafi verið upp með að finna staðsetningu utan alfaraleiðar var niðurstaða EFLU sú að það væri ekki endilega best. Á vef borgarinnar segir að í skýrslunni sé að finna tillögur um 17 mögulegar staðsetningar, bæði innan og utan höfuðborgarsvæðisins og lagt til að skoða níu þeirra nánar. Það er mat starfshópsins að staðsetning skotíþróttasvæðis utan alfaraleiðar eigi ekki endilega að vera megin viðmið í staðarvali. Svæði utan alfaraleiðar séu kyrrlát og líkleg til að hafa útivistargildi til framtíðar en umhverfisáhrif verði hlutfallslega minnst séu skotvellir staðsettir í grennd við aðra starfsemi eða landnýtingu sem veldur neikvæðum áhrifum, svo sem við hraðbrautir, akstursíþróttasvæði, iðnaðarstarfsemi og flugvelli. Í minnisblaði hópsins kemur jafnframt fram aðalskipulagsbreyting sem tryggi veru skotfélaga á Álfsnesi til skemmri tíma þurfi að fá framgang sem fyrst, enda muni taka nokkurn tíma að klára endanlegt staðarval, undirbúa nýtt svæði, semja við landeigendur, vinna skipulag og umhverfismat og hanna og undirbúa framkvæmdir. Af þeim níu kostum sem lagt er til að skoða frekar eru sex utan Reykjavíkur, þar af tveir utan höfuðborgarsvæðisins. Því þurfi framhaldsvinna við staðarvalsgreiningar helst að fara fram á nýjum vettvangi. Nánar á vef borgarinnar hér.
Skotvopn Íþróttir barna Reykjavík Ölfus Vogar Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Gramir byssumenn krefjast þess að skotsvæðið á Álfsnesi opni aftur Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, telur einsýnt að skotfimi- og veiðimenn séu fórnarlömb fordóma sem stjórnmálamenn hafi því miður elt. Hún vísar þar skotsvæðisins á Álfsnesi sem var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 3. maí 2022 10:27 Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. 28. september 2021 19:32 Skotsvæðið Álfsnesi Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. 3. október 2021 20:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Gramir byssumenn krefjast þess að skotsvæðið á Álfsnesi opni aftur Dagný Huld Hinriksdóttir, afrekskona í skotíþróttum, telur einsýnt að skotfimi- og veiðimenn séu fórnarlömb fordóma sem stjórnmálamenn hafi því miður elt. Hún vísar þar skotsvæðisins á Álfsnesi sem var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 3. maí 2022 10:27
Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. 28. september 2021 19:32
Skotsvæðið Álfsnesi Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. 3. október 2021 20:30