Taylor Swift aftur mætt og kærastinn í stuði í fimmta sigri Chiefs í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 09:01 Taylor Swift fagnar við hlið Brittany Mahomes í stúkunni á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos í nótt. Getty/Jamie Squire NFL-meistarar Kansas City Chiefs héldu sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni í nótt þegar liðið vann 19-8 sigur á Denver Broncos á Arrowhead. Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023 NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023
NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira