Arnór og Ísak verða úti á vængjunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2023 17:41 Arnór SIgurðsson átti frábæra innkomu af varamannabekknum í sigrinum gegn Bosníu Getty Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands í leik kvöldsins gegn Lúxemborg. Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá síðasta leik gegn Bosníu. Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Varnarlínan helst óbreytt, Rúnar Alex Rúnarsson stendur vaktina í markinu með Guðlaug Victor og fyrirliðann Sverri Inga sem miðvarðapar fyrir framan. Alfons Sampsted heldur hlutverki sínu í hægri bakverðinum og Kolbeinn Finnsson stillir sér upp vinstra megin. Íslenska liðið skartar þriggja manna miðju, í tapinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði var stillt upp í fjögurra manna miðju. Miðjan er að þessu sinni skipuð þeim Willumi Willumssyni, Arnóri Ingva Traustasyni og Hákoni Arnari Haraldssyni. Jóhann Berg, sem hefur borið fyrirliðabandið í síðustu leikjum er frá vegna meiðsla. Orri Steinn Óskarsson leiðir línuna fremstur manna, Ísak Bergmann verður hægra megin og Arnór Sigurðsson úti á vinstri vængnum. Lúxemborg gerir þrjár breytingar frá því í 3-1 sigrinum gegn Íslandi. Dirk Clarkson kemur inn í þriggja manna varnarlínu. Markaskorarinn Yvandro Sanches verður ekki með í kvöld, inn í hans stað kemur Eldin Dzogovic. Framherjinn Vincent Thill kemur svo inn fyrir Mathias Olesen sem fór meiddur af velli síðast. Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu mættur aftur í landsliðshópinn eftir langa fjarveru, hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli upp á síðkastið en spilaði þrjátíu mínútur gegn Silkeborg síðustu helgi og það má fastlega gera ráð fyrir því að hann komi eitthvað við sögu í kvöld. Framundan er algjör skyldusigur ætli Ísland að blanda sér í baráttuna um umspilssæti í riðlinum fyrir EM 2024. Leikurinn hefst kl. 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira