Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:13 Orri Steinn og Ísak Bergmann fanga marki Orra Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sjá meira
Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Sjá meira