Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2023 20:31 Guggurnar, sem fara á kostum í sýningunni, frá vinstri, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum. Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna Hveragerði Leikhús Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Leikfélag Hveragerðis er eitt af öflugustu áhugaleikfélögum landsins og nú er það Litla Hryllingsbúðin í leikstjórn Jóels Sæmundssonar, sem er á sviðinu. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, þar af bræður og tvíburasystur og ekki má gleyma öllu fólkinu á bak við tjöldin. Söngur er áberandi í sýningunni. Hvernig er að vera svona bræður á leiksviðinu, er það ekki skemmtilegt? „Jú, þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt að fá að vinna með stóra bróður mínum,” segir Ingberg Örn. „Jú, hann sagði einmitt við mig einhvern tímann að hann myndi ekki leika með mér á sviði nema að hann væri með stærra hlutverk, þannig að hann er aðalhlutverkið, þannig að það gekk upp hjá honum”, segir Sindri Mjölnir en bræðurnir eru Magnússynir. „Þetta er virkilega flott leikfélag og ég mæli endilega með að koma hingað og kíkja á okkur. Þau eru rosalega virk hérna í Hveragerði og setja alltaf upp brjálæðislega flottar sýningar, ljósasjóvið og allt saman miðað við hvað þetta er lítið húsnæði og svoleiðis. Þetta er bara alveg geðveikt,” bætir Sindri Mjölnir við. Bræðurnir Ingberg Örn (t.v.) og Sindri Mjölnir Magnússynir, sem standa sig frábærlega í sýningunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guggurnar eins og þær kalla sig eru nánast allan tímann á sviðinu og fara vel með sín hlutverk. „Það er ákveðin pressa að setja þetta upp því fólk er með ákveðnar fyrir fram hugmyndir. Já, þetta hefur verið sett upp á stórum sviðum með geggjuðum leikurum þannig að þetta eru stór fótspor að feta í,” segja þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Svala Norðdahl og Hanna Tara Björnsdóttir. En af hverju ætti fólk að koma á sýninguna? „Til að sjá okkur, nei, bara til að sjá alla vinnuna, sem hefur verið sett í þetta. Skemmtilegur söngur, dans og geggjaða plöntu og leikmynd. Þetta er bara allt rosalega skemmtilegt og flott,” segir Guggurnar, sem eru himinlifandi með sýninguna. Hér er hægt að panta miða á sýninguna
Hveragerði Leikhús Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira