Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 21:37 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins. „Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“ FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Sjá meira
„Þetta var svekkjandi því við vorum komnir með stöðu sem að við áttum að gera betur úr, 34-31 þegar ekkert alltof mikið er eftir. Varnarlega vorum við í miklu basli allan leikinn og vorum smá skrefi á eftir. Þeir eru með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir einn á einn. Við réðum illa við þá og náðum ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp. Sóknarlega vorum við góðir fannst mér enda skoruðum við 34 mörk. Akkúrat núna er ég bara svekktur að hafa ekki unnið.“ Sóknarleikur Partizan var aðallega haldið uppi af fjórum leikmönnum sem skoruðu 33 af þeim 34 mörkum sem liðið skoraði hér í kvöld. FH liðinu tókst að rúlla mun betur á sínu liði heldur en gestirnir sem voru aðeins með 13 leikmenn á skýrslu. En kom þetta ykkur á óvart? „Í rauninni ekki. Við vissum það að þeir væru með nokkra mjög öfluga leikmenn, sérstaklega númer 17 í hægri skyttunni. Hann er frábær leikmaður sem við réðum illa við, enda skoraði hann þrettán mörk. Ég er samt ósáttur að við höfum ekki náð að stoppa þá. Við höfum reyndar oft náð að rúlla meira á liðinu en við gerðum í dag. Þetta var einhvern veginn alltaf í járnum og þá er alltaf erfitt að rúlla eitthvað meira. Þeir eru fámennir en þeir eru mjög öflugir samt þessir leikmenn og það er okkar að finna svör við því.“ Spurður að því hversu erfiður útileikur þetta verður vill Sigursteinn alls ekki meina að verkefnið sé ómögulegt og bendir hann á viðsnúning liðsins gegn SKA Minks fyrir tveimur árum sem dæmi um að þetta sé vel hægt. Í leiðinni þakkar Sigursteinn fyrir stuðninginn í kvöld en það var þétt setið í Kaplakrika. „Þetta er alls ekki ómögulegt verkefni. Við töpuðum fyrir Minsk á heimavelli fyrir tveimur árum með fimm mörkum en fórum svo út til Minsk og unnum þar. Þetta snýst miklu frekar um það að við förum vel yfir þennan leik. Já, það verður við ramman reip að draga hvað varðar áhorfendur og eitthvað svoleiðis. Við þurfum að fara aðeins betur yfir þessa hluti sem við vorum að klikka á í dag og gera betur þar en við gerðum í dag. Ég vil svo nota tækifærið og þakka öllum þeim FH-ingum sem létu sjá sig hér í Krikanum í dag. Við kunnum virkilega að meta það.“ Varðandi framhaldið segir Sigursteinn að nú ætli liðið fyrsta að hugsa út í leikinn gegn Stjörnunni í vikunni áður en það fer að pæla í seinni leiknum sem er á laugardaginn eftir viku. „Það er alltaf næsta verkefni sem er mikilvægasta verkefni og það er næst Stjarnan hjá okkur. Við munum byrja á því að fara yfir varnarleikinn fyrir þann leik og tökum á okkar leik fyrir það verkefni. Svo getum við byrjað að hugsa um seinni leikinn.“
FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Sjá meira