Sigur Hollands í Aþenu góður fyrir Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 21:15 Virgil van Dijk skoraði markið mikilvæga. Rico Brouwer/Getty Images Slóvakía vann Lúxemborg 1-0 á útivelli í J-riðli undankeppni EM 2024. Ísland á litla sem enga möguleika á að ná 2. sæti en sigur Hollands gerir það að verkum að það er næsta öruggt að Ísland fari í umspil þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
David Duris skoraði það sem reyndist eina mark leiksins í Lúxemborg og tryggði þar með Slóvakíu dýrmætan sigur. Duris og félagar geta svo endanlega tryggt sæti sitt á EM 2024 með sigri á Íslandi í næstu umferð undankeppninnar. Portúgal vann einkar þægilegan 5-0 útisigur á Bosniu-Hersegóvínu þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Cristiando Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, Bruno Fernandes skoraði þriðja markið áður en João Cancelo og João Felix bættu við sitthvoru markinu. Cristiano Ronaldo #EURO2024 pic.twitter.com/8FPST7KeZ2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023 Staðan í J-riðli er þannig að Portúgal er löngu komið á EM enda með fullt hús stiga, með 24 stig, að loknum 8 umferðum. Slóvakía er með 16 stig, Lúxemborg, Ísland 10 og Bosnía-Hersegóvína með 9 stig. Liechtenstein er svo á botninum án stiga. Tæknilega séð getur Ísland enn náð 2. sætinu en þá þarf liðið að vinna bæði Portúgal og Slóvakíu á útivelli. Þá þyrfti að vinna Slóvakíu með tveggja marka mun. Í Aþenu stefndi allt í markalaust jafntefli milli Grikklands og Hollands. Það er þangað til Hollendingar fengu sína aðra vítaspyrnu í leiknum og tryggðu sér sigur í uppbótartíma. Wout Weghorst brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Virgil van Dijk brást ekki bogalistin og tryggði Hollendingum dýrmætan 1-0 útisigur. Sigurinn kemur Hollendingum upp í 2. sæti með 12 stig í B-riðli líkt og Grikkland sem er sæti neðar með jafn mörg stig eftir að hafa spilað leik meira. Holland á því tvo leiki eftir í riðlinum á meðan Grikkland á aðeins einn leik eftir. Sá er gegn Frakklandi, toppliði riðilsins. Sigur Hollands eru frábær úrslit fyrir Ísland þar sem það eykur líkurnar á að Ísland komist í umspil um sæti á EM sem fram fer í mars. Í Belgíu var leik heimaliðsins og Svíþjóðar flautaður af eftir skotárás í miðborg Brussel. Önnur úrslit Belgía 1-1 Svíþjóð (Flautaður af) Gíbraltar 0-4 Írland Big wins for Portugal, Republic of Ireland and Iceland; Dutch leave it late.#EURO2024 pic.twitter.com/oed46HCyUk— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 16, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Sjá meira
Austurríki á EM Austurríki er komið á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar eftir 1-0 útisigur á Aserbaísjan í kvöld. 16. október 2023 18:05
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn