Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2023 20:55 Gylfi Þór fagnar öðru marka sinna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Sigur Íslands var öruggur og hefði liðið getað skorað töluvert fleiri mörk. Leiksins verður þó helst munað fyrir þá staðreynd að þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar síðan árið 2020, hans 80. A-landsleikur á ferlinum og fyrir leik var ljóst að hann gæti jafnað – og bætt – markamet íslenska liðsins. Hann jafnaði þá Kolbein Sigþórsson og Eið Smára Guðjohnsen með 26 mörk þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Geggjað, búinn að bíða lengi eftir þessu. Er búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár, yndislegt að þetta sé komið,“ sagði Gylfi Þór í viðtali beint eftir leik. Klippa: Gylfi jafnar markametið Gylfi Þór átti að koma út af í hálfleik en vildi spila örlítið meira. „Ég bað um tíu mínútur í viðbót. Veit að Freyr (Alexandersson, þjálfari Gylfa Þórs hjá Lyngby) verður ekkert rosalega ánægður með mig. Það var góð ákvörðun hjá Åge (Hareide, þjálfara Íslands) að leyfa mér að spila aðeins meira.“ „Langaði bara að spila meira. Leikurinn var það mikið stopp, sérstaklega í seinni hálfleik en líka í þeim fyrri. Mikið um tafir hjá þeim. Þetta var ekki erfiður leikur, gott að fá tíu mínútur í viðbót og æðislegt að skora.“ Klippa: Gylfi sá markahæsti frá upphafi Gylfi Þór var spurður út í þá vegferð sem íslenska landsliðið er á en liðið á enn möguleika á að komast í umspil um sæti á EM 2024 þökk sé árangri liðsins í Þjóðadeildinni. „Mikið og stórt verkefni framundan. Við erum með góða og tekníska unga leikmenn en þurfum að byggja gott lið sem er sérstaklega sterkt varnarlega.“ Gylfi Þór sagði liðið hafa breyst mikið frá því það var upp á sitt besta en í dag vill það spila boltanum mikið meira á meðan fókusinn þá var „meira á varnarleik og að vera þéttir því við höfðum þann eiginleika að geta unnið leiki þrátt fyrir að vera ekki mikið með boltann.“ „Þurfum þó að bæta okkur töluvert varnarlega sem lið,“ bætti Gylfi Þór við. Að lokum var Gylfi Þór spurður út í standið á sjálfum sér. „Allt í lagi. Bjóst ekki við því að ég myndi byrja leik í þessari landsleikjapásu en það er langt í land. Finn að ég er langt frá mínu bestu. Gott að hafa spilað 55 mínútur og mun halda áfram að koma mér í gang á næst mánuðum.“ Klippa: Gylfi Þór eftir markametið
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45