Van Dijk hjálpaði íslenska landsliðinu í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 09:30 Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu í Aþenu í gærkvöldi. AP/Thanassis Stavrakis Íslenska landsliðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppni EM næsta sumar en möguleiki strákanna okkar liggur nú í að fara í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Þar geta Hollendingar hjálpað íslenska landsliðinu að komast inn með því að tryggja sér beint sæti á Evrópumótið úr sínum undanriðli. Åge Hareide, þjálfari íslenska landsliðsins, talaði einmitt um það eftir sigurinn á Liechtenstein í gærkvöldi, að vonin væri að Hollendingar héldu öðru sætinu í B-riðlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool og hollenska landsliðsins, skoraði sigurmark á móti Grikkjum í gærkvöldi sem hjálpaði ekki aðeins Hollandi heldur einnig íslenska landsliðinu. Með jafntefli þá hefðu Grikkir setið áfram í öðru sætinu en mark Liverpool mannsins kom úr víti í uppbótartíma. Hollendingar komust upp í annað sætið með þessum sigri en þeir eru ofar en Grikkir á betri árangri í innbyrðis viðureignum. Kæmust Hollendingar ekki beint á EM þá tækju þær til sín umspilssæti sem gæti annars fallið til okkar Íslendinga. Það er aftur á móti ekki þannig hjá Grikklandi. Um leið og Holland vann leikinn í gær og komust upp fyrir Grikki þá datt íslenska landsliðið inn í umspilssæti. Íslenska landsliðið er í sjöunda efsta sætinu í röðun B-deildar Þjóðadeildarinnar. Skotar eru fyrir ofan Ísland en þeir eru komnir inn á EM. Serbar eru líka í baráttunni um að komast beint inn á mótið og eru eins og er í öruggu sæti. Það þýðir að fimm sæti úr B-deildinni eru eins og staðan í dag að skila sæti í umspilinu þar sem aðeins tvær af þjóðunum í A-deildinni eru ekki í öruggu sæti. Ísland er eitt af þessum fimm þjóðum. Það á auðvitað mikið eftir að gerast ennþá en það lítur út fyrir það að augu Íslendinga gætu verið á úrslitum í öðrum leikjum í öðrum riðlum í lokaumferðunum.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira