Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2023 09:04 Donald Tusk mun líklega leiða næstu ríkisstjórn Póllands. Vísir/EPA Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18