Sleit hásin í síðasta mánuði og ætlar sér að spila á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 15:00 Aaron Rodgers var mættur á síðasta leik New York Jets þar sem liðið varð það fyrsta á tímabilinu til að vinna Philadelphia Eagles. AP/Adam Hunger Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir síðustu umferð í NFL deildinni og ræddu þar meðal annars stöðuna á leikstjórnandanum Aaron Rodgers. Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira
Rodgers átti að vera bjargvættur New York Jets liðsins á þessari leiktíðinni eftir að hafa komið frá Green Bay Packers. Hann sleit hásin strax í upphafi á fyrsta leik liðsins. Auðvitað var tímabilið afskrifað um leið en nú eru komnar upp vangaveltur um að hann gæti mögulega spilað aftur með liðinu á leiktíðinni. Jets liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og er samtals með þrjá sigra og þrjú töp. Liðið varð um helgina fyrsta liðið sem nær að vinna Philadelphia Eagles. „Nú þegar prógrammið fer að verða auðveldara hjá Jets þá gæti þetta farið af stað hjá þeim,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður Lokasóknarinnar. „Ef þeir vinna svona leiki. Þeir skoruðu bara vallarmörk og eitt snertimark sem þeim var leyft að skora. Þeir geta látið þeirra lið skipta máli í desember og það er meira en nokkur þorði að vona,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson. „Talandi um það að skipta enn máli í deildinni í desember. Það er ágætur leikmaður á meiðslalistanum hjá liðinu. Hann heitir Aaron Rodgers. Þið hafið kannski heyrt um hann,“ sagði Andri. „Hann meiddist í fyrsta leik tímabilsins og menn höfðu áhyggjur af því að þarna væri bara ferillinn farinn. Sjáið þarna, hann er bara labbandi,“ sagði Andri og sýndi myndband af Aaron Rodgers á síðasta leik New York Jets. „Af hverju er maðurinn ekki á hækjum? Hann sleit hásin. Hann er að fíflast inn á vellinum og að kasta bolta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Menn eru að hugsa það að ef þeir komast inn í úrslitakeppnina þá er möguleiki,“ skaut Andri inn í. „Hann er að stefna á það að koma til baka og Robert Saleh (þjálfari liðsins) sagði í dag að hann væri að halda því opnu að Rodgers væri að koma til baka. Liðið er bara að taka þátt í þessu með honum,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þetta yrði fyrsti maðurinn í mannkynssögunni sem er að gera svona eftir aðeins örfáar vikur frá aðgerð. Og hann er hestgamall,“ sagði Henry Birgir. „Hvað heldur þú að það sé mikið af Vúdú lyfjum þarna í gangi,“ sagði Eiríkur. „Hann er allur í þessu náttúrulega,“ sagði Henry sposkur. „Einmitt,“ svaraði Eiríkur. Það má sjá strákana ræða Aaron Rodgers og sýna myndirnar af kappanum. Klippa: Lokasóknin: Umræða um mögulega endurkomu Aaron Rodgers
NFL Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Sjá meira