Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2023 13:51 Syrgjandi felur andlitið í höndum sér eftir loftárás Ísraelsmanna í Deir Al-Balah á miðju Gasasvæðinu. AP/Hatem Moussa) Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Ísraelsmenn beina því nú til Palestínumanna á norðurhluta Gasa að flýja suður, þar sem meiri kraftur verði settur í loftárásir á svæðinu. Suðurhluti Gasa hefur þó alls ekki farið varhluta af sprengjuárásum Ísraelsmanna; hundruð hafa fallið þar í árásum síðustu daga, þó að svæðið eigi að heita öruggara. Ísraelsmenn sögðu í gær að „næsti fasi stríðsins“ við Hamas væri að hefjast. Hann felist í tíðari loftárásum í norðri, til að skapa sem „bestar aðstæður“ fyrir ísraelska hermenn áður en hersveitir verða sendar landleiðina yfir landamærin. Eiginleg innrás Ísraelsmanna inn á Gasa virðist því handan við hornið. Þá greindi talsmaður hersins frá því í morgun að Ísraelsher hefði grandað „tifandi tímapsrengju“ í loftárás á Vesturbakkanum; miðstöð hryðjuverkamanna sem starfrækt hefði verið undir mosku í Jenin-flóttamannabúðunum. Hópurinn bæri ábyrgð á fjölmörgum árásum í Ísrael og hefði verið að skipuleggja fleiri þegar hann var þurrkaður út. Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til samstöðugöngu í dag til stuðnings Palstínu. Gangan hefst við Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg klukkan 14:20 og gengið verður niður Laugaveg að Austurvelli. Klukkan 15:15 hefst svo samstöðufundur þar. Þar munu Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, flytja ræður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir „Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40 Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30 Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Það sem er í gangi núna er bara þjóðarmorð“ Til stuðnings Palestínu hefur félagið Ísland-Palestína boðað til samstöðugöngu í dag. Þingmaður sem flytur ræðu á samstöðufundi að göngu lokinni segir kröfuna vera að stjórnvöld beiti sér fyrir því að binda enda á átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. október 2023 11:40
Stríðinu á Gaza mótmælt á fótboltavöllum víða um Evrópu Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu. 21. október 2023 23:30
Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 21. október 2023 20:37
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“