Misskilningur forystukvenna um jafnréttismál Lúðvík Júlíusson skrifar 23. október 2023 11:30 Í morgun birtist grein á vísi.is “Hver á að sinna ólaunuðum störfum?” eftir hóp í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls. Í greininni gætir misskilnings um getu feðra til að annast börnin sín ef foreldrar búa ekki saman. Ég vonast til að geta leiðrétt hann með nokkrum dæmum. Ef foreldrar búa ekki saman þá er aðeins annað foreldrið viðurkennt. Ef foreldrar búa ekki saman þá er aðeins annað foreldrið viðurkennt af stjórnvöldum og stéttarfélögum sem foreldri, oftast mæður. Hitt foreldrið, oftast feður, er ekki til. Það gerir erfiðara fyrir feður að fá að taka þátt í 2. og 3. vaktinni. Feður eru ekki lengur áhugalausir og greiða bara meðlag. Í dag eru margir feður virkir þátttakendur í lífi barna sinna, áhugasamir og viljugir að taka meiri þátt. Nýleg rannsókn sýnir að feður vilja gera meira en að þeir koma hreinlega að lokuðum dyrum. 59% feðra sem ekki hafa lögheimili barna sinna hafa lent í mismunun vegna þess að börnin hafa ekki lögheimili hjá þeim(bls. 48). Jafnvel þó barnalög segi báða foreldra framfærendur þá segja Skatturinn, og stjórnvöld almennt, aðeins lögheimilisforeldri vera framfæranda barns. Hitt foreldrið(oftast karl) segja þau ekki vera framfærenda og flokka það sem barnlausan og ábyrgðarlausan einstakling. Þessi misskilningur kemur til dæmis fram í Kortlagninu kynjasjónarmiða. Þar stendur „Einnig eru konur oftar einar með börn á framfæri en karlar…“. Þessi fullyrðing er röng og villandi því konur geta aðeins verið oftar einar með börn á framfæri ef karlinn(faðirinn) er látinn. Aðeins lögheimili barnsins fær barnabætur og opinberan stuðning, hitt foreldrið(oftast karlmaður) fær engan stuðning þrátt fyrir að kostnaður vegna framfærslu barns geti verið umtalsverður. Í lífskjararannsóknum Hagstofunnar eru „einstæðir foreldrar“ þeir „einstakligar sem búa einir en hafa börn á heimilinu“, ekki er gerð krafa um að „einstæðir foreldrar“ séu með lögheimili barnanna. Þegar stjórnvöld og hagsmunasamtök lesa þessar tölu þá taka þau ekki tillit til allra „einstæðra foreldra“ heldur aðeins þeirra sem hafa lögheimili barnanna. ·Engin úrræði eða stuðningur var fyrir umgengnisforeldra(oftast feður) í Covid faraldrinum. Ábyrgðina töldu stjórnvöld alla eiga að vera hjá mæðrum. Í lögum 38/2018 um stuðning við foreldra og fjölskyldur fatlaðra barna eru „foreldrar“ og „fjölskyldur“ barna eðeins þeir foreldrar þar sem barn hefur lögheimili. Hitt foreldrið(oftast karl) er hvorki talið foreldri né fjölskylda barnsins. Feður eru því algjörlega réttindalausir þegar kemur að stuðningi við foreldra. ÖBÍ hefur aldrei bent á þetta í umsögnum sínum um frumvörp sem varða ábyrgð og skyldur foreldra. Almenn þegar stjórnvöld tala um fjölskyldur og barnafjölskyldur, þá eru báðir foreldrar ekki taldir með. Stjórnvöld segja að barn geti aðeins haft eitt foreldri eða eina fjölskyldu ef foreldrar búa ekki saman. Umboðsmaður Alþingis komst nýlega að þeirri niðurstöðu að aðeins lögheimilisforeldri hefði rétt til að nota upplýsinga- og samskiptalausnir eins og Vala.is og Mentor. „Löggjafinn hefur með framangreindu ákveðið að lögheimilisforeldri hafi ríkari heimildir en hitt forsjárforeldrið til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns“, þar af leiðir „Aðgengi að kerfum á vegum Kópavogsbæjar geti því komið til með að vera áfram háð þeim takmörkunum sem lög kveða á um.“ Einnig sagði Umboðsmaður Alþingis að ákvörðun um að taka upp nýtt samskipta- og upplýsingakerfi sem útilokaði annað foreldrið frá þátttöku „hefði engin áhrif á hagsmuni þess sem kvartaði…“ Réttur foreldra sem ekki hafa lögheimili barna til að vera virkir þátttakendur og fullgildir foreldrar barna sinna í leik- og grunnskólum er ekki tilgreindur í lögum. Hvert sveitarfélag setur sínar reglur eða fær að hafa sínar skoðanir. Það er því ekki öruggt að foreldri sem vill taka þátt fái að taka þátt. Í farsældarlögunum þá er ekkert fjallað um hlutverk þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins. Ábyrgð er ekki skilgreind, réttur til þátttöku er ekki skilgreindur og réttur til upplýsinga er ekki skilgreindur. Það er því ljóst að í lögum sem Alþingi setti árið 2021 á ábyrgð á uppeldi barna á að vera hjá mæðrum. Í frumvarpi um skipta búsetu barns var ekkert fjallað um börn með áskoranir eins og fötlun/greiningar/o.s.fr.v. Ábyrgðin átti öll að vera áfram hjá lögheimilisforeldrinu, mæðrum. Aðeins fyrir mína baráttu var ákvæði bætt við frumvarpið um að viðkomandi ráðuneyti ættu að leggja fram frumvörp sem jöfnuðu stöðu foreldra með tilliti til barnanna. Leggja átti fram frumvörpin ekki síðar en 1. nóvember 2021. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Það sýnir mjög vel að stjórnvöld telja ábyrgðina enn eiga að vera hjá mæðrum. Ég sendi fyrirspurn á BSRB um hvort það væri hlynnt því að jafna stöðu heimila og foreldra með þeim hætti að stuðningur vegna barna færi til beggja framfæranda barns án tillits til lögheimilis. Mér var sagt að það væri ekki stefna BSRB. Það er því nokkuð ljóst að BSRB telur að foreldrar geti ekki deilt ábyrgð á uppeldi og framfærslu barns ef foreldra búa ekki saman. ASÍ er á sömu skoðun. Ábyrgðina telja stéttarfélögin eiga að vera hjá mæðrum. Í nýlega samþykktum reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð þá fær bara annað foreldrið sérstaka uppbót vegna jólahalds, oftast mæður. Reykjavíkurborg telur það því vera á þeirra ábyrgð að halda jólin hátíðleg með börnunum. Foreldrarnir eru ekki með sömu réttindi. Þessar reglur eru ekki í samræmi við nýlega yfirlýsingu kvenna í borgarstjórn Reykjavíkur um að sveitarfélög eigi að vera leiðandi í jafnréttismálum. Hér að ofan hef ég aðeins talið upp örfá dæmi um að kerfið beinlínis vinnur gegn jafnrétti þegar kemur að uppeldi barna ef foreldrar búa ekki saman. Þetta eru hindranir í vegi jafnréttis. Einnig sýna dæmin vel að almenningur og stjórnvöld telja að ábyrgðin á uppeldi barna eigi að vera hjá mæðrum einum. Í greininni stendur: „Fjölmargir einstæðir foreldrar eru einir um að standa aðra og þriðja vaktina á sínu heimili. Að miklum meirihluta til eru það mæður. Eins og áður var nefnt er gjarnan litið svo á að ábyrgð á umönnun barna eða skipulagningu í tengslum við þau hvíli hjá mæðrum en sé valkvæðari hjá feðrum. Það viðhorf viðhelst gjarnan eftir sambandsslit og endurspeglast í fjölda „valkvæðra feðra“ sem velja að að annast börnin sín lítið sem ekkert eða „velja“ hversu mikil umönnunin er og hvaða verkefnum þeir sinna þessu tengt.“ Þegar stjórnvöld hafna aðkomu feðra að uppeldi og umönnun barna(2. og 3. vaktinni) með lögum þá er rangt að segja að þátttaka feðra sé valkvæð. Ég spurði nýlega um réttindi mín og skyldur hjá Kópavogsbæ vegna sonar míns. Svarið sem ég fékk á móti var „hvað kemur hann þér við?“ Ég spurði um réttindi hjá Reykjavíkurborg og svarið sem ég fékk þar var „gleymdu barninu og haltu áfram að lifa“. Í bæði skiptin voru kvenmenn sem gáfu mér þessi ráð. Vandamálið eru ekki bara feður. Vandamálið eru að lög gera ekki ráð fyrir þátttöku feðra og almennt er samfélagið andsnúið þátttöku okkar, sérstaklega ef foreldrar búa ekki saman. Þessu hugarfari þarf að breyta. Jafnrétti á að vera almennt á öllum sviðum samfélagsins, en ekki sértækt. Foreldrar eiga alltaf að geta deilt ábyrgð á uppeldi og umönnun, 2. og 3. vaktinni, einnig ef þeir búa ekki saman. Jafnréttisbaráttan snýst ekki um baráttu kvenna gegn körlum eins og allt of oft er haldið fram. Heldur snýst hún um að við viljum búa í litríku samfélagi sem viðurkennir fjölbreytileika hvers okkar fyrir sig. Hún snýst einnig um hvernig við komust þangað í sameiningu. Þetta er ekki barátta, þetta er samvinna fólks í heilbrigðu samfélagi. Höfundur er fimm barna faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Fjölskyldumál Lúðvík Júlíusson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í morgun birtist grein á vísi.is “Hver á að sinna ólaunuðum störfum?” eftir hóp í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls. Í greininni gætir misskilnings um getu feðra til að annast börnin sín ef foreldrar búa ekki saman. Ég vonast til að geta leiðrétt hann með nokkrum dæmum. Ef foreldrar búa ekki saman þá er aðeins annað foreldrið viðurkennt. Ef foreldrar búa ekki saman þá er aðeins annað foreldrið viðurkennt af stjórnvöldum og stéttarfélögum sem foreldri, oftast mæður. Hitt foreldrið, oftast feður, er ekki til. Það gerir erfiðara fyrir feður að fá að taka þátt í 2. og 3. vaktinni. Feður eru ekki lengur áhugalausir og greiða bara meðlag. Í dag eru margir feður virkir þátttakendur í lífi barna sinna, áhugasamir og viljugir að taka meiri þátt. Nýleg rannsókn sýnir að feður vilja gera meira en að þeir koma hreinlega að lokuðum dyrum. 59% feðra sem ekki hafa lögheimili barna sinna hafa lent í mismunun vegna þess að börnin hafa ekki lögheimili hjá þeim(bls. 48). Jafnvel þó barnalög segi báða foreldra framfærendur þá segja Skatturinn, og stjórnvöld almennt, aðeins lögheimilisforeldri vera framfæranda barns. Hitt foreldrið(oftast karl) segja þau ekki vera framfærenda og flokka það sem barnlausan og ábyrgðarlausan einstakling. Þessi misskilningur kemur til dæmis fram í Kortlagninu kynjasjónarmiða. Þar stendur „Einnig eru konur oftar einar með börn á framfæri en karlar…“. Þessi fullyrðing er röng og villandi því konur geta aðeins verið oftar einar með börn á framfæri ef karlinn(faðirinn) er látinn. Aðeins lögheimili barnsins fær barnabætur og opinberan stuðning, hitt foreldrið(oftast karlmaður) fær engan stuðning þrátt fyrir að kostnaður vegna framfærslu barns geti verið umtalsverður. Í lífskjararannsóknum Hagstofunnar eru „einstæðir foreldrar“ þeir „einstakligar sem búa einir en hafa börn á heimilinu“, ekki er gerð krafa um að „einstæðir foreldrar“ séu með lögheimili barnanna. Þegar stjórnvöld og hagsmunasamtök lesa þessar tölu þá taka þau ekki tillit til allra „einstæðra foreldra“ heldur aðeins þeirra sem hafa lögheimili barnanna. ·Engin úrræði eða stuðningur var fyrir umgengnisforeldra(oftast feður) í Covid faraldrinum. Ábyrgðina töldu stjórnvöld alla eiga að vera hjá mæðrum. Í lögum 38/2018 um stuðning við foreldra og fjölskyldur fatlaðra barna eru „foreldrar“ og „fjölskyldur“ barna eðeins þeir foreldrar þar sem barn hefur lögheimili. Hitt foreldrið(oftast karl) er hvorki talið foreldri né fjölskylda barnsins. Feður eru því algjörlega réttindalausir þegar kemur að stuðningi við foreldra. ÖBÍ hefur aldrei bent á þetta í umsögnum sínum um frumvörp sem varða ábyrgð og skyldur foreldra. Almenn þegar stjórnvöld tala um fjölskyldur og barnafjölskyldur, þá eru báðir foreldrar ekki taldir með. Stjórnvöld segja að barn geti aðeins haft eitt foreldri eða eina fjölskyldu ef foreldrar búa ekki saman. Umboðsmaður Alþingis komst nýlega að þeirri niðurstöðu að aðeins lögheimilisforeldri hefði rétt til að nota upplýsinga- og samskiptalausnir eins og Vala.is og Mentor. „Löggjafinn hefur með framangreindu ákveðið að lögheimilisforeldri hafi ríkari heimildir en hitt forsjárforeldrið til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns“, þar af leiðir „Aðgengi að kerfum á vegum Kópavogsbæjar geti því komið til með að vera áfram háð þeim takmörkunum sem lög kveða á um.“ Einnig sagði Umboðsmaður Alþingis að ákvörðun um að taka upp nýtt samskipta- og upplýsingakerfi sem útilokaði annað foreldrið frá þátttöku „hefði engin áhrif á hagsmuni þess sem kvartaði…“ Réttur foreldra sem ekki hafa lögheimili barna til að vera virkir þátttakendur og fullgildir foreldrar barna sinna í leik- og grunnskólum er ekki tilgreindur í lögum. Hvert sveitarfélag setur sínar reglur eða fær að hafa sínar skoðanir. Það er því ekki öruggt að foreldri sem vill taka þátt fái að taka þátt. Í farsældarlögunum þá er ekkert fjallað um hlutverk þess foreldris sem ekki hefur lögheimili barnsins. Ábyrgð er ekki skilgreind, réttur til þátttöku er ekki skilgreindur og réttur til upplýsinga er ekki skilgreindur. Það er því ljóst að í lögum sem Alþingi setti árið 2021 á ábyrgð á uppeldi barna á að vera hjá mæðrum. Í frumvarpi um skipta búsetu barns var ekkert fjallað um börn með áskoranir eins og fötlun/greiningar/o.s.fr.v. Ábyrgðin átti öll að vera áfram hjá lögheimilisforeldrinu, mæðrum. Aðeins fyrir mína baráttu var ákvæði bætt við frumvarpið um að viðkomandi ráðuneyti ættu að leggja fram frumvörp sem jöfnuðu stöðu foreldra með tilliti til barnanna. Leggja átti fram frumvörpin ekki síðar en 1. nóvember 2021. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Það sýnir mjög vel að stjórnvöld telja ábyrgðina enn eiga að vera hjá mæðrum. Ég sendi fyrirspurn á BSRB um hvort það væri hlynnt því að jafna stöðu heimila og foreldra með þeim hætti að stuðningur vegna barna færi til beggja framfæranda barns án tillits til lögheimilis. Mér var sagt að það væri ekki stefna BSRB. Það er því nokkuð ljóst að BSRB telur að foreldrar geti ekki deilt ábyrgð á uppeldi og framfærslu barns ef foreldra búa ekki saman. ASÍ er á sömu skoðun. Ábyrgðina telja stéttarfélögin eiga að vera hjá mæðrum. Í nýlega samþykktum reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð þá fær bara annað foreldrið sérstaka uppbót vegna jólahalds, oftast mæður. Reykjavíkurborg telur það því vera á þeirra ábyrgð að halda jólin hátíðleg með börnunum. Foreldrarnir eru ekki með sömu réttindi. Þessar reglur eru ekki í samræmi við nýlega yfirlýsingu kvenna í borgarstjórn Reykjavíkur um að sveitarfélög eigi að vera leiðandi í jafnréttismálum. Hér að ofan hef ég aðeins talið upp örfá dæmi um að kerfið beinlínis vinnur gegn jafnrétti þegar kemur að uppeldi barna ef foreldrar búa ekki saman. Þetta eru hindranir í vegi jafnréttis. Einnig sýna dæmin vel að almenningur og stjórnvöld telja að ábyrgðin á uppeldi barna eigi að vera hjá mæðrum einum. Í greininni stendur: „Fjölmargir einstæðir foreldrar eru einir um að standa aðra og þriðja vaktina á sínu heimili. Að miklum meirihluta til eru það mæður. Eins og áður var nefnt er gjarnan litið svo á að ábyrgð á umönnun barna eða skipulagningu í tengslum við þau hvíli hjá mæðrum en sé valkvæðari hjá feðrum. Það viðhorf viðhelst gjarnan eftir sambandsslit og endurspeglast í fjölda „valkvæðra feðra“ sem velja að að annast börnin sín lítið sem ekkert eða „velja“ hversu mikil umönnunin er og hvaða verkefnum þeir sinna þessu tengt.“ Þegar stjórnvöld hafna aðkomu feðra að uppeldi og umönnun barna(2. og 3. vaktinni) með lögum þá er rangt að segja að þátttaka feðra sé valkvæð. Ég spurði nýlega um réttindi mín og skyldur hjá Kópavogsbæ vegna sonar míns. Svarið sem ég fékk á móti var „hvað kemur hann þér við?“ Ég spurði um réttindi hjá Reykjavíkurborg og svarið sem ég fékk þar var „gleymdu barninu og haltu áfram að lifa“. Í bæði skiptin voru kvenmenn sem gáfu mér þessi ráð. Vandamálið eru ekki bara feður. Vandamálið eru að lög gera ekki ráð fyrir þátttöku feðra og almennt er samfélagið andsnúið þátttöku okkar, sérstaklega ef foreldrar búa ekki saman. Þessu hugarfari þarf að breyta. Jafnrétti á að vera almennt á öllum sviðum samfélagsins, en ekki sértækt. Foreldrar eiga alltaf að geta deilt ábyrgð á uppeldi og umönnun, 2. og 3. vaktinni, einnig ef þeir búa ekki saman. Jafnréttisbaráttan snýst ekki um baráttu kvenna gegn körlum eins og allt of oft er haldið fram. Heldur snýst hún um að við viljum búa í litríku samfélagi sem viðurkennir fjölbreytileika hvers okkar fyrir sig. Hún snýst einnig um hvernig við komust þangað í sameiningu. Þetta er ekki barátta, þetta er samvinna fólks í heilbrigðu samfélagi. Höfundur er fimm barna faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun