Nokkrir vinnustaðir sem ekki leyfa þátttöku í kvennafrídeginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 14:52 Sonja Ýr formaður BSRB segir stuðning við kvennafrídaginn almennt hafa verið mikinn. Vísir/Ívar Fannar Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni. „Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“ Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Frá því að við tilkynntum höfum við fundið mjög hratt og vel að langflest fyrirtæki þekkja þennan sögulega dag og hver markmið hans eru, að sýna mikilvægi kvenna til samfélagsins í launuðum störfum og ólaunuðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Heilt yfir hafi vinnustaðir tekið verkfallinu vel, tossalistinn sé þó ekki tómur. „Það standa núna eftir 32 vinnustaðir á listanum. Á honum eru aðallega fyrirtæki á einkamarkaði og af öllum stærðum og gerðum er síðan er eitt sveitarfélag,“ segir Sonja en tekur fram að fækkað hafi á listanum. „Mörg fyrirtæki voru fyrri til að tilkynna að þau styddu þetta og að það yrði ekki launaskerðing. Síðan sendum við í kjölfarið hvatningu og reyndum að ná til allra atvinnurekenda þar sem við vorum að hvetja þau til að hvetja konur og kvár til þátttöku og þau voru þá þannig að taka afstöðu áður en kom til þessa samtals inni á vinnustaðnum og lýsa því yfir hvernig færi með launagreiðslurnar,“ segir Sonja. „Það er mikill meirihluti sem hafa gert það. Heilt yfir erum við ótrúlega ánægð að það eru konur, kvár og atvinnurekendur að svara kallinu með mjög skýrum hætti.“ Dæmi séu um að vinnustaðir leyfi enga þátttöku í dagskrá morgundagsins og einhverjum hafi verið hótaðar starfsmissir fyrir þátttöku. „Það eru dæmi um það og meirihlutinn sem stendur eftir á þessum lista þá eru það þannig tilvik. Þá er gert ráð fyrir að konur og kvár geti ekki tekið þátt að neinu leyti í dagskránni.“
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48 Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53 Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Allt um verkfall kvenna og kvára á morgun Á morgun, þriðjudaginn 24. október, er kvennaverkfall. Skipulögð dagskrá fer fram um land allt. Búast má við því að verkfallið hafi veruleg áhrif á samfélagið allt. 23. október 2023 14:48
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. 23. október 2023 13:53
Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? 23. október 2023 13:00